-Ég ætla að koma þeim í bólið og svo kem ég strax upp, segir Pegasus. Ég reikna ekki með að það taki hann langan tíma að klappa Harley litla og kyssa Corvettu svo ég býð ekki góða nótt þótt ég sé svo þreytt að ég gæti sofnað á gólfi þessa risastóra dótakassa. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Svínvirkar
Fyrstu áhrif galdrakúnsta minna á Austurvelli þann 9. nóvember eru komin fram.
Ííííík
Hnakkus?
Nei, rassgat!
Ég hef aldrei lagst í djúpar pælingar um fólkið á bak við þá netpenna sem kjósa að gefa ekki upp nafn enda harla ólíklegt að ég þekki þá hvort sem er. En nú hef ég ástæðu til að halda að ég hafi átt þó nokkuð náin kynni við Hnakkus og þá allt í einu finnst mér það skipta máli.
(Síðar komst ég að því að þetta var alger misskilningur hjá mér)
Eitt erindi um afbrýðina
-Eftir á að hyggja hefði ég kannski ekki átt að segja þér þetta.
-Nú?
-Ég hefði kannski átt að reikna með möguleikanum á að þér þættu það ekki meðmæli.
-Mér finnst meðmæli að vita hvar ég hef þig.
-Þannig að þér er alveg, alveg hundraðprósent sama? Halda áfram að lesa
Spurning
Ég hef hingað til verið höll undir þá skoðun að heimskingjum reynist öðrum auðveldara að vera hamingjusamir. Nú er ég farin að halda að tengslin séu kannski öfug.
Einhversstaðar las ég að greindarvísitala kvenna lækkaði töluvert við barneignir. Sjálf er ég frekar greindarskert þessa dagana og hef þó ekki, svo mér sé kunnugt allavega, eignast barn í meira en 18 ár.
Getur verið að hamingjan sé forheimskandi?
Það virkar
Einu sinni vann ég á elliheimili. Margir voru einmana. Sumir fengu aldrei heimsóknir og þá sjaldan að það gerðist stoppuðu ættingjarnir stutt. Halda áfram að lesa
Hvernig ástfangin kona hagar sér
Keli vill endilega að ég skrifi lýsingu á því hvernig ástfangin kona hegðar sér. Nú er ég blessunarlega laus við ásókn ástfanginna kvenna og væri nú kannski betur viðeigandi að Keli skrifaði slíka grein sjálfur en það er nú ekki oft sem Keli biður mig um eitthvað svo habbðu þetta til marks góurinn: Halda áfram að lesa