Innkaup

Ég er með vott af stórmarkaðafóbíu. Kemst svosem alveg í gegnum Bónus á föstudegi án þess að fríka út en líður alltaf eins og einhver ægileg ógn sé í nánd. Reyndar hef ég komið mér sem mest undan verslunarferðum síðustu tvö árin en þá sjaldan að ég neyðist til að fara í búð breytir það ótrúlega miklu fyrir mig að hafa einhvern með mér. Halda áfram að lesa

Scrabble

Eva: Anna. Ég get búið til orðið ‘sáðfruss’.

Anna: Ég tek það gilt. Ég hef séð svoleiðis.

 

Gjafalisti

Óli Gneisti er með dálítið sniðugt á vefsíðunni sinni. Lista yfir allt sem hann langar í. Þetta gerir fólki sem ætlar að færa honum gjöf auðvitað mun auðveldara fyrir. Ég hef oft byrjað á svona lista sjálf en þar sem mér dettur ekkert í hug nema framlög til líknarmála, bílaþvottur eða smurþjónusta gefst ég alltaf upp. Mitt fólk tekur mig nefnilega ekki alvarlega þegar ég nefni það sem virkilega gleður mig. Halda áfram að lesa

Tilbrigði

Tristan litli þvertekur fyrir að kunna bókmenntastórvirkið Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð. Hann söng hinsvegar fyrir mig með sama lagi, Batmann fór í bæinn. Og reyndar líka með svipuðu lagi; Kertasníkir fór til kanínu.

Allt fullkomið

Walter og Tristan bónuðu bílinn minn. Walter sá um að pússa rúðurnar og Tristan gekk á eftir honum og athugaði hvort kæmu nokkuð fingraför á rúðurnar eftir þrifin.

Mörg stig

Ég vissi alveg að ég væri búin að kynnast besta manni sem ég hef nokkurntíma orðið hrifin af en lengi getur best bestnað. Hann bauðst til að strekkja fyrir mig viftureimina í sjálfrennireið minni og það þótti mér vænt um. Ég las smávegs fyrir börnin og lék við þau á meðan en fór svo niður í bílskúr til að sjá hvernig verkinu miðaði. Nema hvað, hann var þá langt kominn með að þrífa gripinn í þokkabót. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að þrífa bíla og það hefur enignn gert neitt svona fyrir mig áður.

Ekki nóg með það. Ég ætlaði að sýna þá lágmarks viðleitni að tæma uppþvottavélina en hann var þá búinn að því líka. Ekki veit ég hvernig það gat gerst án þess að ég tæki eftir því.

Hversu fokking demit æðislegur getur einn maður verið?

Húslestur

Miriam er dugleg að læra íslensku. Smábarnabækurnar hafa reynst vel. Hún er búin að lesa Stubb og Láka, Kol litla og bókina um litina og nú er hún að lesa Stúf. Haukur virðist hafa alveg jafn gaman af að láta lesa fyrir sig eins og þegar hann var fjögurra ára.