Það er fátt sem mér gremst jafn mikið og að þurfa að biðja um aðstoð. Þoli ekki að þurfa að viðurkenna vanmátt minn fyrir öðrum, jafnvel þótt ég sé löngu búin að horfast í augu við hann sjálf. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Nótt
Og hafi ég mjakast handarbreidd frá þér í svefninum, finn ég sterkan arm þinn leggjast yfir mig og draga mig aftur inn í hlýjan faðm þinn.
Þrátt fyrir allt er eitthvað nákvæmlega eins og það á að vera.
Uncanny again
Í kvöld hef ég sóað tíma mínum í að horfa með öðru auganu á ómerkilega og ákaflega ótrúverðuga bíómynd um gaur sem verður ástfanginn af stúlku með ónýtt skammtímaminni. Hékk á netinu með hinu auganu og komst að því að jafnvel raunverulegasta persóna tilveru minnar lítur á mig sem skáldsagnapersónu. Um leið áttaði ég mig á því hversvegna ég var að horfa á mynd sem er ekki þess virði. Allt er í heiminum táknrænt.
Yfirleitt er fólk ekki sjálfu sér samkvæmt og í raun ekkert hægt að gera slíka kröfu. Mér líkar það stórilla.
Snúður
Trölli hrærði sykri út í kaffið sitt svo skvettist upp úr bollanum. Bölvaði hressilega og ég sótti eldhússpappír og færði honum könnu í stað fíngerða kaffibollans úr gamla stellinu hennar ömmu. Halda áfram að lesa
Fíbblamjólk
Heimurinn er að drukkna í kjaftæði og það er sko ekkert leyndarmál.
Ef þér dettur í alvöru í hug að það sé nóg að hugsa sér hlutina eins og þú vilt hafa þá til þess að allt verði fullkomið af sjálfu sér, skoðaðu þá kynóra þína síðustu 10 árin eða svo. Halda áfram að lesa
Eldhússtrix
Pegasus er búinn að trixa eldhúsið mitt svo nú get ég lokað skáp sem annars stóð alltaf opinn. Þessi maður gerir allt fyrir mig.
Skemmtilegar vikur framundan. Hitti systtkini mín um helgina, búin að plana kvöld með Darra (sem ég hef varla hitt síðan á jólunum) Sigrún á stórafmæli og svo er að hefjast frönsk kvikmyndahátíð, einmitt á þessum rólega árstíma. Ég sé fram á að geta flutt lögheimilið mitt í bíó. Já og svo á ég gjafakort í Þjóðleikhúsið. Kannski maður fari að skoða hvað er í boði þar.
Nýtrú
Anna: Ég sá Jesus Crist Superstar og allt í einu áttaði ég mig á því að eftir 50-100 ár verða fígúrur eins og Ophra Winfrey og Dr. Phil tekin í dýrðlingatölu. Fólk er svo sjúkt í persónudýrkun sinni.
Eva: Það er svosem skiljanlegt að fólk dýrki gaur sem breytti vatni í vín. Halda áfram að lesa