Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Sammála
Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið. Halda áfram að lesa
Drama dagsins
Ég ætlaði að komast hjá því að taka þátt í verulega asnalegu leikriti. Gaf ekki kost á mér. Ætlaði ekki að mæta á æfingar. Nema hvað, haldiði að leikstjórinn mæti ekki bara heim til mín, með handrit og allt, án þess að gera boð á undan sér eða gefa mér kost á að afþakka hlutverkið. Halda áfram að lesa
Ljóð handa aumkunarverðum heimskingja
Heimskingjar halda gjarnan að allir aðrir séu ennþá vitlausari en þeir sjálfir. Það reynist stundum heppilegt, einkum ef heimskinginn er illa innrættur í þokkabót. Halda áfram að lesa
Rassgat
Hvusslags eiginlega veðurfar er þetta? Ég varð eins og hundur af sundi dreginn eftir að ganga frá Vesturgötunni og upp að Kristskirkju. Sat hríðskjálfandi undir teppi í matarboðinu og jakkinn minn var enn rennandi blautur þegar ég fór heim. Í gær sat ég hríðskjálfandi í rennblautum fötum í Háskólabíó. Það var samt ljómandi gott veður þegar við lögðum af stað þangað. Halda áfram að lesa
Einmana
Fyrir viku var ég að fríka út á því að vera aldrei ein, eitt andartak. Svo núna, þegar ég er ein meiri hluta dagsins, þoli ég varla við. Ég hef farið út á hverju einasta kvöldi síðan ég kom heim og aldrei hangið svona á msn fram á miðja nótt oft í sömu vikunni. Nú hef ég verið töluvert mikið ein við vinnu í mörg ár og líkað það vel en þessir tveir mánuðir í stöðugum félagsskap hafa greinilega fokkað upp kerfinu í mér.
Ég gæti að vísu ekki hugsað mér að búa með 10 manns í tveimur herbergjum með stífluðu klósetti strax aftur en mikið ofsalega vildi ég að ég gæti haft Alexander hér 2-3 tíma á dag.
… if’s an illusion
… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.
Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.
Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.