Í rúmi Málarans

Ligg í rúmi Málarans. Í náttfötum. Áður fyrr var ég vön að liggja á gólfinu, nakin.

Undarlegt að liggja í rúmi manns sem þekkir líkama minn betur en nokkur annar og hefur þó aldrei snert mig nakta nema með pensli eða málningarsvampi. Hann geymir myndirnar sem hann tók þegar hann hafði málað mig og ég velti því fyrir mér hvort hann horfi fremur á líkama minn eða myndirnar sem hann málaði á hann þegar hann flettir í gegnum albúmið. Vil ekki spyrja því mér kemur það ekki við. Halda áfram að lesa

Um jarðarfarir

Þegar ég var að vinna á elliheimilinu í Bovrup fannst mér eitthvað ólekkert við að tala um að frú Petersen væri „dauð“. „Í íslensku eru til fleiri orð um dauðann og það þykir ósmekklegt að nota sama orðið um dauða manneskju og dautt dýr, er virkilega ekki til neitt annað orð í dönsku en død?“ spurði ég. Samstarfkona mín horfði þreytulega á mig „er man døj så er man døj“ sagði hún á klingjandi suðurjósku, og skellti tíköllum á augnlokin á frú Petersen. Eða á auglokin á líkinu af frú Petersen öllu heldur. Halda áfram að lesa

Útför

Sævar Ciesielski var jarðsettur í dag.

Prestsfáráðurinn á sæti í stjórnlaganefnd og notaði tækifærið til að reka áróður fyrir ágæti sinna eigin verka. Líkræðan var að verulegu leyti dásömun á stjórnarskrártillögunni og getgátur um hvað Sævar hefði orðið hrifinn. Ég held reyndar að Sævar hefði orðinn frekar hrifinn af því ef núgildandi stjórnarskrá hefði bara verið framfylgt. Lítil huggun í því að menn fái betri stjórnarskrá til að brjóta. Halda áfram að lesa

Sifjar

Sit við eldhússborð í Hlíðunum og virði þá fyrir mér. Bræður mína sem ég kynntist aldrei. Fékk ekki að kynnast? Eða ber ég kannski bara fulla ábyrgð á því sjálf að hafa látið stjórnast af tillitssemi við mann sem ég hafði svosem engar skyldur við? Halda áfram að lesa

Bréf til ókunnugs bróður

Fékk póst á Facebook í morgun. Frá líffræðilegum hálfbróður mínum. Hann frétti fyrst af tilvist minni núna um daginn.

Það var hann Beggi bróðir minn sem sagði honum frá mér. Þeir eru víst gamlir vinir, hafa spilað saman en Beggi hafði ekki hugmynd um að þeir ættu sömu systur. Beggi áttaði sig á þessu þegar móðir okkar sagði honum frá sjúkdómnum. Vildi svo til að faðir vinar hans var nýlátinn úr sama sjúkdómi og nafnið stemmdi og heimabær hins látna. Ísland er lítið.

Eldri systkinin vissu af mér en ekki þeir tveir yngstu. Hann segir að fréttirnar af einni systurinni enn hafi komið sér í uppnám. Sagði að sig langaði að vita hvaða tilfinningar hrærðust í mér vegna þessara mála allra.

Hér er mitt svar.

Halda áfram að lesa

Ranghugmyndir

Ég sé eftir Prófessornum. Hef ekki áður kynnst manni sem á jafn vel við mig. Ég held að stærstu mistök sem ég hef gert í lífinu hafi verið þau að bregðast svona neikvætt við þessu 5 ára plani hans. En ég réði ekki við það. Fór bara í baklás.

Halda áfram að lesa