Fullkomin vinna?

Námskeið fyrir innflytjendur og fleiri verkefni sem því tengjast. Sé fram á að geta sameinað áhuga minn á mannúðarstarfi og það að skrifa og flytja fyrirlestra. Hafa áhrif. Og hún er með markaðsmann, ég þarf ekkert að selja sjálf, bara koma með góðar hugmyndir og skrifa gott stöff. Og það get ég.

Hugsanlegt að ég fái í framhaldinu þriggja ára starf við námsefnisgerð og þróunarvinnu sem er þess eðlis að ég yrði ekki bundin við Ísland. Það er ekki víst að ég fái þetta starf en ég er bjartsýn.

Er ég skýjunum? Gettu þrisvar.

Tilviljun?

Var búin að hringja í allar mannréttindastofnanir og samtök sem ég fann en nei, það er víst engin þörf fyrir fólk sem vill vinna að mannúðarmálum nema þá í sjálfboðavinnu. Því miður, ég verð að hafa einhverjar tekjur, það er nú bara þannig. Halda áfram að lesa

Óvissan

Mig langar ekkert að búa á Íslandi. Sé bara því miður ekki neina aðra lausn. Hugmyndin er náttúrulega sú að verða mér úti um smá pening svo ég komist eitthvert annað og það væri kannski raunhæft ef ég sæi fram á að fá vinnu sem gefur meira en 200.000 á mánuði en ég er ansi hrædd um að ég sé bara að skrá mig í þrældóm með því að fara þangað. Og verð svo á vergangi í þokkabót. Fólk engist þegar ég segi orðið en við skulum bara horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, það bætir stöðuna ekki rassgat að orða það þannig að ég búi tímabundið hjá vinafólki. Halda áfram að lesa

Ný ferilsskrá

Ég hef verið í atvinnuleit á Íslandi undanfarið og hef fengið staðfestingu á því að menntun mín, starfsreynsla og hæfileikar skipta ekki minnsta máli. Ég á því allt eins von á því að þurfa að segja mig til sveitar.

Halda áfram að lesa

100%

Alexander: „Ég veit hversvegna enginn vill borga þér fyrir að blogga. Það er vegna þess að þú ert of mikið ekta. Fólk þolir ekki 100% spíra, það þarf að þynna hann og bragðbæta með einhverju sætu.“

Ok. Ég er 100%. Líklega gambri eða hrásúkkulaði. Halda áfram að lesa