-Það er bara svo slæmt að byrja í ræstingum af því að það vill enginn taka þær að sér og þá er svo erfitt að vinna sig upp, sagði Blíða og botnaði hreint ekkert í því hvers vegna ég vildi ekki taka þessu gullna tilboði um að gerast gengilbeina. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Þú ferð í salinn
-Þú verður í salnum í kvöld, sagði Bruggarinn og staðhæfði að hann hefði fengið Egyptann til að taka uppvaskið.
-Ég trúi því ekki að þú ætlir í alvöru að setja mig í þetta helvítis …(ég ætlaði að segja alkóhólistadjobb en áttaði mig nógu snemma. Halda áfram að lesa
Um aumingja og ojmingja
Karlmaðurinn er merkileg dýrategund sem veldur mér sífelldum heilabrotum. Áratugalangar rannsóknir mínar á fyrirbærinu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að gróflega megi flokka karlmenn í þrjár meginmanngerðir. Halda áfram að lesa
Tilboð undirritað
Húsráðandinn minnti á hórumömmu. Hún var með eldrautt hár sem fór enganveginn við hrukkurnar og tók á móti mér vel í glasi og angandi eins og brugghús. Sagði okkur 3x sinnum að hún hefði orðið sextug fyrir skemmstu (ég býst við að það sé þriðji í afmæli hjá henni) og lagði meiri áherslu á að uppfræða okkur um erfðagripi sína og barnabarnafjöld en íbúðina sem hún ætlaði að selja mér. Halda áfram að lesa
Stofna athvarf?
Ég hef ekkert heyrt í Spúnkhildi ennþá og veit því ekki hvort dömpið var alvörudömp, uppeldisdömp, þynnkudömp, þreytudömp eða geðbólgudömp. Jamm, Öryrkinn dömpaði henni semsagt. Halda áfram að lesa
Eldhús
Og svo er ferðamannatíminn á enda, minna um hótelþrif en þörf fyrir mig í eldhúsinu á kvöldin. Halda áfram að lesa
Bréf til kaffihúsavinar
Hmmm…Takk fyrir bréfið minn kæri.
Það er rétt til getið að bæði góðkunningjar og einnig menn sem ég þekki lítið eða ekkert hafa boðist til að bæta úr brýnni karlmannsþörf minni en ég hef ekki hugleitt þau tilboð alvarlega. Viðreynsla virkar eiginlega ekki almennilega á mig nema augliti til auglitis og gefst þó ekkert garantí fyrir því að ég falli í stafi þótt frambjóðandinn sé sýnilegur. Halda áfram að lesa