Ástmögur minn kom ekki til dyranna eins og hann var klæddur þegar ég bankaði upp á kl 8:20 í morgun. Enda er hann prúðmenni og óvíst að viðkvæmar sálir á leið til vinnu hefðu tekið því með æðruleysi að þurfa að berja karlmennsku hans augum á stigaganginum svo árla morguns. Hann á ekki slopp og kom því fram þokkalega úfinn með handklæðisbleðil fyrir sínu allra helgasta. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Vinalínan
Sonur minn Kærleiksblómið er hættur í skóla (enda er aðalmarkmið grunnskólans að kvelja hann persónulega með ýmsum tilgangslausum námsgreinum sem hvorki tengjast landbúnaði né tónlist) og búinn að fá sér vinnu. Hann svarar í símann hjá vinalínunni. Halda áfram að lesa
Þorrablót
Grænmetisætur eru merkilegur og viðkvæmur þjóðfélagshópur sem nauðsynlegt er að njóti ýmissa forréttinda, skilnings, verndar og samúðar. Ólíkt alkóhólistum, sjálfsvorkunnarsjúklingum og öðrum aumingjum sem standa í þeirri staðföstu trú að frumtilgangur veraldarinnar sé sá að hlaupa eftir duttlungum þeirra, hefur þessum merkilega hópi tekist að telja þorra þjóðarinnar trú um að sjálflægni þeirra sé rétt, góð og heilsusamleg og að þar með eigi allir að snobba fyrir sérþörfum þeirra. Þannig er t.d. engu líkara en að það þyki eitthvað fínt að vilja ekki kjöt en hinsvegar nánast dónalegt að vilja ekki tómata. Halda áfram að lesa
Leigusál
Eva: Viltu leika við mig eftir vaktina?
Bruggarinn: Leika við þig? Hvað viltu gera?
Eva: Við leikum að ég sé Djöfullinn. Þú selur mér sál þína á fimmhundruðkall og þar með verður þú að gera allt sem ég segi þér.
Bruggarinn: Ertu klikkuð? Ég sel ekki sál mína á fimmhundruð kall, ég vil fá fimmtánhundruð. Halda áfram að lesa
Angur
Um áramótin ákvað ég að þetta ár ætlaði ég að gera allt sem mig langaði og ekkert sem ég vil ekki en það er ekki alltaf eins einfalt og ætla mætti. Halda áfram að lesa
Hvítir hrafnar
Farfuglar koma alltaf aftur. Maður veit bara aldrei hvenær. Haffi hringdi í mig. Ekki trúnaðardrukkinn undir miðnætti laugardagskvöldi og bara ekki að meika það að vera einn í nótt, heldur edrú kl. 20.15 á miðvikudegi. Halda áfram að lesa
IDOL
Heyrði brot úr útvarpsviðtali við vesælt vonnabí áðan. Eitthvað á þessa leið:
Jú sko, það sem er erfiðast við þetta er að það nottla vita allir hver maður er og mér finnst alveg geðveikt pirrandi þegar fólk er alltaf að koma til mín og eitthvað að tala við mig. En þetta er bara hluti af pakkanum og maður tekur því bara og sko mér finnst bara gegt gaman þegar krakkar eru að stoppa mig úti á götu og tala við mig, ég meina það er bara ógisla sætt. Halda áfram að lesa