Döpur

Ég hef verið svo döpur síðustu vikur þrátt fyrir að vera að vinna að einhverju skemmtilegasta verkefni sem ég hef komið nærri. Í gær var ég að því komin að skunda upp á heilsugæslu og heimta kíló af geðlyfjum.

En nú er fjallið á leiðinni til Múhammeðs og svei mér þá ef endorfíninnspýtingin er ekki komin í gang.

Það er sitthvað norn eða flagð

Nú er ég loksins búin að hitta þetta sataníska kvendi sem nágrannarnir hafa talað svo mikið um. Ég játa að í fyrstu hélt ég að útlendingafordómar kynnu að spila inn í umsögn grannanna um Ruslönu (við höfum að hún heiti eitthvað svoleiðis) en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að hún eigi fyllilega skilinn galdurinn sem Spúnkhildur kastaði á hana í morgun. Halda áfram að lesa

Ekki fyrir veikt fólk að standa í þessu

Mér er næst að halda að megintilgangur þess að halda úti bráðaþjónustu við sjúka og slasaða sé sá að venja fólk af því að leita til læknis á kvöldin og um helgar.

Þegar ég kom heim seint í gærkvöld var heimasætan fárveik, með háan hita og kveinandi af verkjum í baki og brjóstholi, gat varla staðið í fæturna. Reyndar enganveginn ferðafær en ég druslaði henni samt upp á læknavakt -og beið. Halda áfram að lesa