Ammlis

Byltingamaðurinn og Sykurrófan færðu mér Haukslegustu afmælisgjöf sem ég hef nokkurntíma fengið. Ávaxtakörfu, þ.e.a.s. ruslakörfu fulla af ávöxtum.

Spúnkhildur færði mér eiginhandaráritun frá goðinu mínu og pabbi er loksins búinn að samþykkja nafnið mitt; kom með peningaumslag og fyrirmæli um að ég mætti ekki eyða þeim peningum í krakkana, heimilið eða fyrirtækið heldur bara í sjálfa mig. Hann setti Evunafnið sem seinna nafn utan á umslagið. Fátt hefði getað glatt mig meira.

Einkamál

Af öllu Ísalands samsafni heiladauðra fávita er rjóminn og ljóminn samankominn á vefnum einkamal.is

Þar getur t.a.m. að líta stóran flokk karla sem strax í fyrsta bréfi gefa upp nákvæm mál á lengd og umfangi besefa síns og má af því ráða hversu áhugaverður viðkomandi hlýtur að vera að öðru leyti. Halda áfram að lesa

Prinsessan á bauninni

Klukkan að ganga 10 og enn sefur prinsessan á bauninni.

-Þú ert orðin rúmum klukkutíma of sein, ætlarðu ekkert að fara að tygja þig á fætur?
-Ég get ekki vaknað strax, ég fór svo seint að sofa í gær, muldrar hún og snýr sér á hina hliðina.

Sýnir þetta litla dæmi úr sápuóperu tilveru minnar gildi þess að hafa góðar skýringar á reiðum höndum. Ég er að velta því fyrir mér hvort sé kannski kominn tími á að fjarlægja baunina svo daman og aðrir í fjölskyldunni komist í ró á kristilegum tíma.