Nú veit ég hvað fólkið á hæðinni fyrir ofan mig horfir ekki á í sjónvarpinu. Ekki David Attenborough og aðrar heimildamyndir. Ekki heldur Kastljósið. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Geðprýði dagsins
Síðustu 10 daga hafa útsendarar Ístaks í Vesturbænum andskotast með höggbor á stærð við Hallgrímskirkju, án afláts, á bak við búðina mína. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ístaks mun framkvæmdum, með margvíslegri hljóðmengum, ljúka í júní 2007 og er útilokað að segja til um hversu lengi við þurfum að búa við ófögnuðinn af þessum bor. Halda áfram að lesa
Horfinn
Nú ertu horfinn. Í bókstaflegri merkingu. Þegar ég kastaði á þig Hulinshjálmi, var hugmyndin sú að þú hyrfir úr huga mínum, ekki sú að jörðin gleypti þig. Næst nota ég varnarstaf með.
Ég veit að þú lest bloggið mitt og þar sem þú svarar ekki tölvupósti (og ég veit því ekki hvort þú lest hann) ætla ég að birta skilaboðin hér. Halda áfram að lesa
Ekki er allt sem sýnist
Ef einhver væri nógu leiðinlegur til að gera heimildamynd um eina fríhelgi í lífi mínu, yrði auðvelt að draga þá ályktun af myndinni að Eva sé í eðli sínu mikil skúringakona í ákafri karlmannsleit.
Þetta er þriðja föstudagskvöldið í röð sem ég nota til þess að þrífa íbúðina.
Það segir meira um sjónvarpsdagskrána en dugnað minn og meira um félagslyndi mitt en hreinlæti.
Örvæntingafull leit mín að stuttum og ópersónulegum kynnum af iðnaðarmanni segir svo aftur meira um ástandið á pípulögnum og rafkerfi híbýla minna en ástsýki mína.
Væna konu – hver hlýtur hana?
Konan mín er fullkomin.
Þegar ég kom í vinnuna var hún búin að gera búðina fullkomna og það sem meira er, hún var búin að laga bloggið mitt, svo nú get ég skrifað ógnalangar færslur. Svo langar að enginn nennir að lesa þær nema ég sjálf. Hún er fullkomin og mun ég leggja bölvun á hvern þann karlmann sem lítur hana girndarauga. Ég ætla að eiga hana sjálf. Og hana nú.
Ian á leiðinni
Ég keypti tvo miða á tónleikana með Iani Andersyni.
Ég þekki reyndar engan sem mér vitanlega hlustar á Jethro Tull, (nema einn sem hlustar á alla almennilega tónlist og fer á alla tónleika og er örugglega löngu búinn að tryggja sér miða) en ef aðdáandi leynist í kunningjahópnum er viðkomandi beðinn að gefa sig fram til fylgdar á tónleikana.
Bilun?
Ég hef áhyggjur af því hvað ég hef miklar áhyggjur af geðheilsu minni. Mér finnst það bara dálítið sjúklegt.