Nett pirrandi…

…er nokkuð lýsandi orðalag þegar 22ja manna kaffihópur frestar dæminu, eftir að ég er búin að baka 3 tertur sem ég hef ekki frystipláss fyrir, hafna öðrum hóp, afþakka matarboð og kalla Lærlinginn í kvöldvinnu. Part af programmet auðvitað en ekki alveg minn uppáhaldspartur. Bót í máli að þetta skuli gerast akkúrat eftir tveggja nátta geðprýðiandvöku.

Þetta verður samt góður dagur. Mammonsmessa í undirbúningi (ég verð einhvernveginn að þakka honum fyrir Búðarsveininn, það er dæmi sem skítvirkar) og fullt af góðum hlutum alveg, alveg, alveg að fara að gerast.

Tjúúúún!

Stundum held ég að ég sé orðin svo sjóuð í því að takast á við ákveðin tilfinningaferli að ég geti hlaupið yfir viðkomustöðvar. Mér fer fram, vissulega. Í dag staldra ég t.d. við afneitun í tvo eða þrjá tíma og kyngi svo, í stað þess að taka marga mánuði í að velta mér upp úr efum sömtum og jáenum eins og fyrir 10 árum. Halda áfram að lesa

Kýrhausinn

Sumir eru heppnari en aðrir en enginn er alltaf heppinn. Sá sem virðist alltaf heppinn er að öllum líkindum búinn að skipuleggja heppnina fyrirfram. Á mannamáli heitir það að svindla. Það er heldur enginn alltaf óheppinn. Það er mjög erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja hversvegna sumir virðast skipuleggja óhöpp en það er til. Alveg eins og fólk sem meiðir sig viljandi.

Lífið er saltfiskur

Maðurinn sem kryddar allt með salvíu er að koma í bæinn. Mér skilst á Önnu að hann sé jafn girnilegur og saltfiskurinn sem hann eldar og hún hefur mun heilbrigðari hugmyndir um karlegan þokka en ég.

Sjálf sé ég ekkert nema fermingardrengi. Ég er svo hrifin af fermingardrengjum að ég safna þeim. Ég á fulla skápa af léttsöltuðum fermingardrengjum. Stundum hef ég fermingardreng í matinn.

Það hlýtur að teljast mjög borgaraleg nautn.

Og alltaf verð ég jafn hissa

Í dag fékk ég fréttir sem leiddu mig að alveg nýrri niðurstöðu um eðli mannsins.

Konur eru akkúrat og nákvæmlega jafn miklir fávitar og karlmenn!

Munurinn er sá að þegar karl gefur skít í mig fæ ég enga skýringu. (Nema kannski búllsjittskýringu eins og þegar gaurinn flutti út af því að hann þurfti endilega að eignast börn (en sagði mér það ekki fyrr en EFTIR að ég fór í ófrjósemisaðgerðina) og hefur ekki verið við kvenmann kenndur síðan.) Kona sem gefur skít í mig hefur hinsvegar skýringu. Jafnvel tvær skýringar og báðar góðar. Reyndar svo frábærar að ég er ekki bara sátt, heldur beinlínis glöð fyrir hennar hönd.

Svo kemur bara í ljós að þessar frábæru skýringar standast ekki. Hvorug þeirra. Og í þokkabót er ég síðasta manneskja á jarðríki til að frétta það.

Ég held að ég sé að ná þessu:
Hlutirnir eru venjulega nákvæmlega eins og þeir virðast vera.