Ég er heppin með skrokk. Heilsuhraust. Fitna ekki nema eiga það skilið. Ég sýni þó sjaldan í verki að ég kunni að meta það og stundum vakna ég með verðskuldaða ljótu. Sé sjálfa mig í spegli og hugsa oj. Þegar þannig stendur á er tvennt í boði; að verða að skvapslytti að gera eitthvað í því. Það lagast ekki með því að hringa sig uppi í sófa með súkkulaðikex. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Takk
Kann ég betra orð?
Til er fólk sem virðir hinar undarlegustu þarfir manns þótt það skilji þær ekki.
Ég hef líklega einhverntíma sagt þér að ég er ekki haldin sannleiksást heldur rótgrónu öryggisleysi veikburða sálar með harðan skráp. Það er andlegt, helvítis krabbamein sem étur mann að innan. Ég býst ekki við að krabbameinslyf séu bragðgóð eða geislameðferð þægileg.
Takk fyrir að lofa að meiða mig þegar ég bið þig um það, þótt þú skiljir ekki hvernig það getur flokkast sem miskunnsemi. Það er eitthvað guðdómlegt við frelsið þótt það sé einmanalegt.
Strengurinn
Eva: Þú sem ert vitur. Getur þú sagt mér hverskonar fávitaháttur það er að halda alltaf áfram að treysta mannskepnunni, þótt reynslan sýni að fólk bregst?
Ljúflingur: Þeir sem treysta engum verða geðveikir. Þú ættir að vita það. Trixið er finna út hvar fólk er líklegast til að bregðast og hleypa því ekki inn á það svið nema reikna með því að það geti farið á versta veg. Halda áfram að lesa
Bókstaflega
Eva: Hljópstu? Alla þessa leið?
Ljúflingur: Ég er að passa línurnar.
Eva: Ég hefði með ánægju sótt þig.
Ljúflingur: Ég veit. Halda áfram að lesa
Þjónustuver Satans
-Þú ert númer 12 í röðinni.
Ætli Þyrnirós sé að vinna hjá þeim?
Kannski spurning um að færa sig til Hive?
Hugvekja dagsins
Eldur getur leynst undir sinunni og blossað upp við smávegis vindkviðu. Það er óþægilegt, ógnvekjandi, stundum alveg skelfilegt. En ég þekki engan sem er svo glær að halda að eldur kvikni af sjálfum sér.
Í gær kveikti ég í vaxpottinum. Ég sjálf. Ég stillti helluna á hæsta hitastig og ráfaði svo burt. Ég hef vanið mig á að vera heppin (reykskynjarar færa manni t.d. mikla heppni) svo ég uppgötvaði það í tíma. Halda áfram að lesa
Morgunsárið
Mammon hefur greinilega vaknað í góðu skapi. Allavega er ég óvön því að súpa kálið áður en ég mæti til vinnu á morgnana. Gott mál að byrja daginn á því að fá óverðskuldaðan afslátt.
Við innakstur-bannaður-skiltið, húkir löggumann á mótorhjóli og skammar þá sem ætla að aka sömu leið og vanalega til að komast heim til sín. Hann var þar allan seinnipartinn í gær (eða kollega hans) og hlakkaði ákaflega í Lærlingnum andsetna yfir því hlutskipti. Eymingja löggan. Þetta hlýtur að vera leiðinleg vinna. Ef hann verður þarna ennþá kl 11 ætla ég að færa honum kaffi og bjóða honum að koma inn ef hann þurfi að pissa.