Valið og kvalið

-Hvað myndirðu velja ef þú yrðir neydd til þess að hafa mök við barn, dýr eða lík? spurði Lærisveinninn silkimjúkum rómi og renndi svartlökkuðum nöglunum gegnum síða hárið sitt.

Jamm. Það er nú það. Barnið kemur ekki til greina. Reyndar held ég að hvorki dýr né lík tækju því persónulega en hvort það kæmi beinlínis til greina er annað mál. Erum við að tala um golþorsk eða fjallaljón? Eða kannski heimilisköttinn?

 

 

Að gefnu tilefni

Þótt ég hafi tekið vefbókina úr birtingu merkir það ekki að það hafi orðið andlát í fjölskyldunni, ég sé rambandi á barmi sjálfsmorðs, gjaldþrots, giftingar eða taugaáfalls, hafi orðið fyrir ólýsanlegu áfalli eða að eitthvað annað sé „að“ hjá mér.

Það er ekkert meira að mér en venjulega og satt að segja á ég að baki furðulegri uppátæki en þau að hvíla mig á fremur ómerkilegri dægradvöl.

 

Komið til skila

Jæja Mogginn er búinn að leiðrétta mestu rangfærslurnar.

Ég varð frekar fúl þegar þeir sögðu frá þessu nánast eins og Haukur væri bara ranglandi um Palesínu á eigin vegum að snapa fæting en get kannski frekar lítið sagt þar sem ég neitaði að gefa upplýsingar (enda var ég búin að lofa Hauki að gera það ekki nema fá leyfi hjá honum fyrst.) Þetta er þá allavega komið á hreint og Haukur er kátur. Ekkert á heimleið held ég þótt flestum í fjölskyldunni hefði þótt best ef hann yrði bara rekinn úr þessu hræðilega landi.