Ég afhendi íbúðina um mánaðamótin. Finn samt ekki fyrir neinum flutningakvíða, kannski af því að við Anna ætlum saman í helgarferð um leið og ég er búin að skila lyklunum og ég hlakka svo mikið til þess að ég er hreinlega á hjólum. Ég lifði á galdraráðstefnunni síðasta haust fram að jólum en nú er ég farin að þurfa sárlega á tilbreytingu að halda.
Talandi um flutninga: Ég þarf að losa mig við stórt amerískt hjónarúm, borðstofustóla, lítið nett sófasett, þvottavél, kæliskáp og uppþvottavél. Áhugasamir sendi póst á eva@nornabudin.is