Fjölskylda og vinir Hauks hafa unnið ötullega að því að afla upplýsinga um afdrif hans. Fjölmargir hafa aðstoðað við upplýsingaöflun og þýðingar og ennþá fleiri hafa boðið fram aðstoð sína. Við erum innilega þakklát. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Skilgreinir Facebook helgiathafnir sem barnaklám?
Svo virðist sem Facebook skilgreini helgiathafnir sem barnaklám. Ég póstaði mynd af trúarathöfn á Facebook í morgun, í tilefni af umræðunni um forhúðarfrumvarpið. Ég náði reyndar ekki einu sinni að pósta henni því áður en hún birtist fékk ég þessa tilkynningu:
Halda áfram að lesa
Fordómar gagnvart einhleypum
Það er árið 2018 og ennþá viðgengst það að komið er fram við einhleypt fólk eins og einhverskonar úrkast. Á Bolungarvík hefur tíðkast að útiloka einhleypa frá Þorrablóti (eða þannig var það a.m.k. fyrir nokkrum árum) og sama venja er víst viðhöfð á Fáskrúðsfirði. Halda áfram að lesa
Kynvillingar og Epalhommar
Þann 14.12. 2017 sakfelldi Hæstiréttur tvo menn fyrir hatursorðræðu. Hugtakið hatursorðræða er reyndar ekki notað í lögum en með því er vísað til 233. gr. a. í almennum hegningarlögum. Hún hljóðar svo: Halda áfram að lesa
Veitum biskupnum verkfallsrétt
Biskup fær 270.000 króna afturvirka hækkun
Færri fá desemberuppbót en í fyrraÞann 19. desember sl. stóðu þessar fyrirsagnir svona skemmtilega saman á vef Ríkisútvarpsins.
Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki
Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.) Halda áfram að lesa
Stöðugleikastjórn í fæðingu
Myndin er eftir Gunnar Karlsson
Ég hef enn ekki séð neinn almennan félagsmann í Vg lýsa ánægju sinni með það að flokkurinn standi nú í stjórnarmyndurnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Halda áfram að lesa