Skilgreinir Facebook helgiathafnir sem barnaklám?

Svo virðist sem Facebook skilgreini helgiathafnir sem barnaklám. Ég póstaði mynd af trúarathöfn á Facebook í morgun, í tilefni af umræðunni um forhúðarfrumvarpið. Ég náði reyndar ekki einu sinni að pósta henni því áður en hún birtist fékk ég þessa tilkynningu:

 

Ekki hef ég trú á því að þetta snúist um höfundarrétt enda er Facebook full af myndum sem einhverjir aðrir en rétthafar birta. Ætli það sé ekki frekar myndefnið sjálft sem þykir ósæmilegt. Samt sést hér engin nekt.

Ég hef að minnsta kosti þrisvar sinnum orðið fyrir því að efni sem ég hef póstað á Facebook hefur verið fjarlægt, alltaf á þeirri forsendu að nekt sé dónaleg.  Einu sinni var það læknisfræðileg mynd af brjóstum og í annað sinn röð af listrænum ljósmyndum af karlmönnum með óléttubumbu sem var tilkynnt sem klám. Einu sinni mynd af gömlu málverki. Ég minnist þess þó hvorki að þetta hafi gerst án þess að einhver hafi tilkynnt efnið né að mér hafi áður verið meinað að birta færslur, setja inn athugasemdir hjá öðrum eða „læka“ færslur.

En jæja, þetta hefði getað gerst á óhentugri tíma. Ég er á kafi í verkefnavinnu og við eigum von á góðum gesti um helgina svo mig langar að vera í fríi þá. Og það er út af fyrir sig jákvætt að Sykurbergi finnist þessi helgiathöfn ósmekkleg. Ég er því hjartanlega sammála.