Að taka afstöðu

Uppskrift að áburði:

Finnum gamlan, botnfallinn skít. Hrærum rækilega upp í honum og dreifum soranum sem víðast svo öruggt sé að drullan lendi í sem flestum hálfgrónum sárum.

Jafnvel þótt útilokað sé að eyða leðjunni og eina leiðin til að hreinsa vatnið sé sú að leyfa henni að setjast, höldum þá áfram að hræra upp í skítnum. Berum svo mykjuna á túnið. Halda áfram að lesa

Að túlka burt vandamál

Síðustu daga hef ég í félagi við Einar Steingrímsson, beint til mannréttindasinnaðra presta og annarra kristinna manna, spurningum um hvort þeir styðji þá hugmynd að Þjóðkirkjan viðurkenni formlega að Biblían og fleiri rit sem mynda kenningargrundvöll kirkjunnar, séu úrelt og byggi starf sitt framvegis á grundvelli nútímahugmynda um mannréttindi og siðferði. Halda áfram að lesa

Kenningagrundvöllur Þjóðkirkjunnar

Þegar börn fermast, fara þau með ákveðna trúarjátningu. Með henni lýsa þau trú á margskonar þvælu sem afskaplega fáir trúa í raun, t.d. meyfæðinguna. Einnig viðurkenningu á heilagleik kirkjunnar, semsagt því að ekki skuli efast um kenningargrundvöll hennar og túlkun yfirmanna hennar á Biblíunni. Reyndar má vel draga í efa að 14 ára börn hafi forsendur til þess að skilja hvað felst í því að lýsa yfir trú á heilagleik stofnunar en ekki er síður gagnrýnivert að þau eru látin lýsa þessu yfir þótt þau hafi sáralitla þekkingu á kenningagrundvelli hennar og hafi ekki einu sinni lesið Ágsborgarjátninguna frá 1530, sem var þó ætlað að rökstyðja það sem á þeim tíma taldist frjálslyndi. Halda áfram að lesa

Bjarni stóð sig vel

Aðdáendur Bjarna Ben tala nú um að hann hafi „staðið sig vel“ í Kastljósinu.

Ég get tekið undir það, að því gefnu að það að „standa sig vel“ merki:
– að taka þátt í verulega vafasömum viðskiptagjörningum og útmála svo sjálfan sig sem fórnarlamb fjölmiðla þegar þeir velta upp óþægilegum túlkunamöguleikum
– að hafna því að maður eigi aðild að viðskiptum sem maður hefur sjálfur undirritað
– að afneita því af fullkomnu samviskuleysi að nokkuð sé athugavert við atburðarás sem allt fólk með snefil af réttlætiskennd finnur skítalyktina leggja af langar leiðir
– að halda því fram af sannfæringu að tap upp á milljarða á milljarða ofan sé frábær árangur.

Ég hef séð hrekkjusvín í 8. bekk taka meiri ábyrgð á gjörðum sínum en tilvonandi forsætisráðherra Íslands. Margir virðast líta svo á að það að geta haldið uppi kjaftavaðli með buxurnar þungar af kúk, jafngildi því að „standa sig vel“. Heima hjá mér heitir það einfaldlega að kunna ekki að skammast sín.

Kristín Vala og örbylgjugrýlan

Í gær birti ég pistil þar sem ég gagnrýndi framsetningu vísindamanns í áhrifastöðu á því sem ég taldi í fyrstu að væri hugsað sem viðvörun við gervivísindum. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ póstaði á facebook, án nokkurrar gagnrýni, tenglum á greinar sem eiga að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna. Greinum sem hafa birtst á veftímaritum þar sem uppistaða efnis er einkar vafasöm „vísindi“ á borð við  nýaldarkenningar, skottulækningar og geimverufræði. Mér fannst bagalegt að engar athugasemdir fylgdu. Halda áfram að lesa

Finnst ykkur þetta í lagi?

Á snjáldrinu keppast notendur við að deila tengli á grein sem á að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna.

Efni greinarinnar er tilraun grunnskólabarns á tveimur plöntum. Margir hafa endurtekið þessa tilraun með töluvert vísindalegri vinnubrögðum og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að örbylgjuhitað vatn hafi önnur áhrif á plöntur en vatn sem hitað er með öðrum aðferðum. Halda áfram að lesa