* Kveikjan að þessum pistli var grein á Kryppunni sem er ekki lengur aðgengilegur. Þar voru björgunarsveitirnar gagnrýndar harkalega og m.a. hneykslast á því að neyðarkallinn það árið (sjá mynd hér að ofan) væri með gasgrímu 😀
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Hvað er pólitískur rétttrúnaður?
Í opinberri umræðu ber alltaf á einhverjum tískuhugtökum.Fyrir 10-12 árum komst varla nokkur maður í gegnum þriggja mínútna útvarpsviðtal án þess að koma orðinu „stærðargráða“ einhversstaðar að. Meira ber þó á hugtökum sem fela í sér gildisdóma, orðum sem verða nánast eins og töfraþula, svar við öllu og hentug leið til að loka umræðunni. Árið 2009 klæmdust netverjar á orðinu „meðvirkni“ þar til það missti nánast merkingu sína. Varla er hægt að kalla það tísku að tala um aðför og einelti gegn stjórnmálaflokkum; það fer nú sennilega að teljast sígilt. Halda áfram að lesa
Harpa Hreinsdóttir og eineltið
Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan mann, heldur að neita að hlýða skilmálum fb, þegar reglum er framfylgt reglnanna vegna. Ég fékk svo aukinheldur staðfest að maðurinn hefði beðið Hildi persónulega afsökunar, sem vitanlega skiptir miklu máli. Halda áfram að lesa
Hið augljósa samhengi
Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki. Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa
Að klæða virðingarleysi í kurteislegan búning
Í umræðunni um umræðuna ber á ásökunum um ómálefnalegan málflutning. Ábendingar um vondan málflutning eiga oft við en stundum sér maður líka ummæli stimpluð ómálefnaleg, af því að einhver sem hefur góð rök fyrir máli sínu er óþarflega hvassyrtur eða bregst ókvæða við útúrsnúningum og rangfærslum. Verra er þó þegar fólk álítur að til þess að vera málefnalegur sé nóg að sýna kurteisi. Halda áfram að lesa
Já en ÉG hef aldrei verið siðlaus
Fyrir hrun fengu umræður um spillingu á Íslandi lítinn hljómgrunn nema meðal róttækra vinstri manna. Spillingin var í Afríku. Eða allavega ekki hjá okkars.
Jú kannski svona ponkulítill heimóttarháttur, eins að hafa ekki hugsun á því að smáræði til einkaneyslu mætti ekki fljóta með á bensínnótu sem tilheyrði starfinu; engar alvöru upphæðir bara smá klink, sem bíttaði ekki baun. Varla spilling, bara fyndið að nokkur gerði sig sekan um svona aulagang. Eða hlunnindataka sem skaðaði engan, eins og að misnota aðstöðu sína til að birgja sig upp af ódýru áfengi. Jú og kannski smá klíkuskapur eins og að fá dómarastöðu af því að maður á ekki að gjalda þess að eiga merkilegan pabba. Kannski fullbíræfið að láta ráðuneyti borga afmælisveislu… Halda áfram að lesa
Þegar þögnin jafngildir neitun
Það má endalaust deila um það hvort kosningaþátttaka sé nógu góð og hvernig túlka beri þá ákvörðun að sitja heima en mér finnst ósanngjarnt að afgreiða þá ákvörðun með heimsku og/eða áhugaleysi. Fólk getur séð það sem pólitíska ákvörðun að taka ekki þátt í kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn vinur minn sem mætti ekki á kjörstað orðaði ákvörðun sína þannig: Halda áfram að lesa