Hversvegna má ekki spyrja hvað varð um líkin?

Barin Kobani 
Mynd: The Peninsula @PeninsulaQatar Twitter

Þann 1. febrúar sl. birti Twitternotandi óhugnanlegt myndband af líki 23ja ára kúrdískrar konu, Barin Kobani, sem barðist með hersveitum Kúrda í Afrín. Á myndbandinu sjást hermenn spjalla glaðlega saman og hlæja við. Líkið liggur í götunni, það vantar á það handlegg. Buxurnar hafa verið dregnar niður um stúlkuna svo kynfærin blasa við. Treyjan dregin upp. Samt sjáum við ekki brjóst því bæði brjóstin hafa verið skorin af henni og bútur hefur einnig verið skorinn úr kviði hennar. Hermaður sést traðka á líkinu. Það eru væntanlega FSA liðar sem sjást á myndskeiðinu en þeir voru ásamt liðsmönnum islamska ríkisins á svæðinu í umboði Tyrkja, sem bera ábyrgð á innrásinni og þeim stríðsglæpum sem framdir hafa verið í tengslum við hana. Halda áfram að lesa

Yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland er fundin!

Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa

Hvar er þessi yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland?

Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22

Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa

Upplýsingatregða

Ég býst við að það sé prófraun fyrir stjórnsýsluna að þurfa að leita að týndum manni, eða líki, í annarri heimsálfu, þar að auki á átakasvæði. Og ekki bætir úr að sá týndi hefur lagt sig fram um að leyna upplýsingum um ferðir sínar og athafnir. Ég hef alveg skilning á þeirri erfiðu stöðu sem hefur blasað við starfsfólki Utanríkisráðuneytisins frá 6. mars sl. Ég er viss um að þau hafa unnið heilan helling, hringt í mann og annan og kannað ýmsar leiðir til að finna þetta lík. Halda áfram að lesa

Almenningur hefur áhrif

Ein af fjölmörgum árásum Tyrkja á Afrín. Myndin er héðan.

Macron Frakklandsforseti hefur boðið fram aðstoð sína við sáttamiðlun milli Tyrkja og Kúrda. Samkvæmt fréttastofu Reuters eru þetta viðbrögð hans við þrýstingi heima fyrir. Þrýstingur þarf ekki bara að koma frá stjórnmálamönnum og mannréttindahreyingum, það skiptir líka máli að hinn almenni borgari komi skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld. Halda áfram að lesa