Ég er að verða dálítið þreytt á þeim rökum fyrir sambandi ríkis og kirkju að við séum „kristin þjóð“ og að það sé eðlilegt að ríkið „sinni þörfum meirihlutans“.
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Málefnaleg umræða og þras
Samkvæmt orðanna hljóðan einkennist málefnaleg umræða af því að menn halda sig við málefnið en forðast að draga vammir og skammir viðmælenda sinna inn í umræðuna. Markmið málefnalegrar umræðu er yfirleitt að varpa nýju ljósi á málið með því að skiptast á skoðunum og þekkingu. Halda áfram að lesa
Nýr markhópur
Ég hef um langa hríð haft áhuga á spádómum og er nokkuð lunkin við að spá í tarotspil og kaffibolla. Halda áfram að lesa
Leyfið börnunum að koma til mín
Ég er flokksbundin í VG og mér finnst algerlega nauðsynlegt að leikskólabörnum séu kynnt sjónarmið míns flokks. Þar sem fóstrurnar á leikskólunum hafa ekki staðið sig í stykkinu, hef ég nú ákveðið að fara sjálf inn á leikskólana og kenna börnunum réttar skoðanir. Halda áfram að lesa
Morfís eða málefni?
Sonur minn 17 ára fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Halda áfram að lesa
Siðferði, trúleysi, trú
Hvernig er staðið að aflífun villikatta?
Í dag hefur Fréttablaðið það eftir kattabana nokkrum að hann hafi skotið 25 villiketti á tiltekinni einkalóð á Ísafirði og að í einu tilfelli hafi skot farið í gegnum kjallarahurð. Ég efast ekki um að villikettir eru ýmsum til ama en er þetta ekki dálítið gróft? Ég veit allavega að ég yrði ekki róleg ef ég vissi til þess að kattaskytta eða hvaða skytta sem er, héldi löngum stundum til við lóðamörkin hjá mér, gagngert í þeim tilgangi að dúndra riffilskotum inn á mína einkalóð. Ég er hrædd um að börnin mín yrðu algerlega undanþegin því að fara út með ruslið eða sækja þvottinn út á snúrur ef ég byggi við slíkt ástand. Mér finnst satt að segja dálítið furðulegt að hægt sé að banna umferð um einkalóðir en ekki skothríð.
Reyndar hélt ég að skothríð innan þéttbýlis væri einfaldlega bönnnuð með öllu, nema sérsveit lögreglunnar telji það óhjákvæmilegt með tilliti til almenningheilla að grípa til vopna. Ég hélt að villikettir væru handsamaðir og þeir svo aflífaðir á stöðum sem til þess eru ætlaðir en ekki inni í íbúðahverfum. Var það bara misskilngur hjá mér? Getur maður í alvöru átt það á hættu að mæta meindýraeyði á kattaskytteríi ef maður bregður sér í kvöldgöngu um hverfið?