Dylgjur Páls Magnússonar í garð Álfheiðar Ingadóttur

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur kallað eftir gagnsæi varðandi viðbúnað við hryðjuverkaógn. Þetta finnst Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, alveg stórfurðulegt.  Gagnsæi gæti nefnilega gagnast hryðjuverkamönnum. Halda áfram að lesa

Sjálfsmorðsþjónustan – ný verðlaunakvikmynd

Þorkell Ágúst Óttarsson er íslenskur kvikmyndaáhugamaður búsettur í Noregi. Hann hefur þrátt fyrir takmörkuð fjárráð gert fjölda stuttmynda og hefur nú náð þeim árangri að fyrsta mynd hans í fullri lengd Suicide Service var valin besta myndin í alþjóðlegu kvikmyndasamkeppninni The Monkey Bread Tree, auk þess sem hann var tilnefndur til verðlauna fyrir bestu kvikmyndatökuna. Halda áfram að lesa

Enn eitt hryðjuverkið

The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa

Íkorninn sem safnar forða til vetrarins

Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum.  Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa