Skil í sögu heimsins

Obama vann. Ég treysti honum ekki. Ég treysti engum sem telur sig hæfan til að verða valdamesti maður veraldar. Ég er samt fegin að það var hann sem vann því miklu síður vildi ég sjá McCain í þessu embætti.

Og hvað nú? Verður 5. nóvember skráður í sögubækmiklur sem hinn dagurinn þegar heimurinn breyttist?

Við lifum á áhugaverðum tímum.

I heard about the crysis in Iceland

Ég hef ekki verið dugleg að fylgjast með fréttum að heiman undanfarið. Ástæðurnar eru stopulll aðgangur að nettengdri tölvu, langir og erfiðir vinnudagar og takmarkaður áhugi á fjármálafréttum.

Ég er þó farin að velta því fyrir mér hvort ég sé kannski full skeytingarlaus. Fólk er stöðugt að votta mér samúð sína. Strákur frá Kaliforniu spurði mig hvort Norðmenn myndu ekki bara yfirtaka landid ‘aftur’. Margir virðast telja að hungursneyð blasi við Íslendingum. Netmogginn talar um landflótta til Færeyja af öllum stöðum.

Er þetta ekki bara sami hófsemdarkvíðinn og venjulega grípur Íslendinga þegar við sjáum fram á að einhverjir ímyndunarríkisbubbar neyðist til að horfast í augu við að eign er ekki eign ef maður skuldar 150% í henni og þarf því að losa sig við einn jeppa eða svo?

Hvað segja menn? Er þetta í alvöru ‘ástand’ eða eru fjölmiðlar í dramakasti? Væri kannski bara skynsamlegast að biðja Norðmenn að passa bankana okkar?

Fyrst á réttunni, svo á röngunni

Á meðan Eva hamaðist við að berjast fyrir vonlausan málstað, fór útrásin (sem ku altso ekki vera vonlaus málstaður) á hausinn.

Ég hef liklega valið mjög heppilegan tíma til að loka búðinni. Spurning hvort ég ætti að afpanta vörurnar sem ég er búin að panta fyrir jólin? Hvað sýnist mönnum? Er útlit fyrir sult seyru í desember eða standa vonir til þess að landinn missi sig í neyslubrjálæðinu svo sem hefðir kveða á um?

Vonandi dugar þetta ní til að fella ríkisstjórnina. Tjú, tjú, trallalla.

Bara ekki rétta aðferðin 2

Allt í lagi að mótmæla en hann ætti að gera það löglega. T.d. að ræða málið vinsamlega við sjávarútvegsráðherra. Svona glæpastarfsemi skilar engum árangri og skaðar málstaðinn. Öflugir andstæðingar kvótakerfisins munu nú unnvörpum taka það upp á arma sína, allt vegna skemmdarfíknar Ásmundar sem eyðir dýrmætum tíma landhelgisgæslunnar til einskis.

mbl.is Ásmundur mótmælir enn

Hræsnarar

Samkvæmt skoðanakönnun sem var birt í gær held ég frekar en fyrradag telja um 70% þjóðarinnar að mannréttindi séu nokkurra fórna virði.

Hinsvegar sjá 60% þjóðarinnar enga sérstaka ástæðu til þess að við tökum á móti pólitískum flóttamönnum. Þetta fólk (sem sumt þykist þó tilbúið til að færa fórnir í þágu mannréttinda) álítur semsagt að það sé eðlilegt að við vísum fólki sem hefur sætt ofsóknum, bara eitthvert annað.

Líklega telja nokkuð margir að mannréttindi séu þess verð að einhverjir aðrir færi fórnir fyrir þau.

mbl.is Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi

Sííííríusslí?

Voðalega á ég erfitt með að trúa því að undirbúningur fyrir athafnir á vegum drottningar taki mörg ár. Eða man einhver eftir því að það hafi einhversstaðar í heiminum tekið svo langan tíma að hola einhverjum þjóðarleiðtoga niður eða gifta einhvern prins?

Ætli járnfrúin sé ekki bara eitthvað lasin? Það er allavega hefð fyrir því þegar valdamenn og miklir áhrifamenn veikjast að logið sé til um ástand þeirra fram á hinstu stund.