Ætla semsagt tvær hreyfingar að vera með ræðuhöld á sama stað og sama tíma? Er samvinna á milli þeirra eða er þetta sérstaklega gert til þess að gera lítið úr fundum Radda fólksins? Ég vona að svo sé ekki.
Það eru 7 dagar í vikunni, 24 klst í sólarhringnum og því ætti öllum hópum sem áhuga hafa að gefast tækifæri til að tala á Austurvelli.Manni dettur helst í hug að þetta eigi að vera svar hvítliða við andspyrnunni. Mér finnst ótrúlegt að það séu óánægðir andstæðingar ríkisstjórnarinnar sem standa fyrir því að halda fund á sama tíma og Hörður Torfason og co, því jafnvel róttækustu anarkistar á Íslandi, fólk sem hefur enga trú á að hefðbundin mótmæli skili árangri, hafa sýnt Röddum fólksins þá virðingu að mæta á fundi þeirra í samstöðuskyni og aldrei hafa aðgerðasinnar farið í harðar aðgerðir á meðan á þessum fundum stendur eða í beinum tengslum við þá.
Ég trúi því ekki að nein alvöru andspyrnuhreyfing sé svo vitlaus að fara í stríð við Raddir fólksins.
Þessi dagur gæti orðið upphafið að borgarastyrjöld.