Til hamingju með búsáhaldabyltinguna. Höldum þjóðhátíð í kvöld. Við þurfum ekkert að láta kulda stoppa okkur. Ef viðrar ekki fyrir götupartý á Austurvelli þá bara fyllum við veitingastaðina. Ef hefur einhverntíma verið ástæða til að splæsa í latte þá er það núna. Tökum gítarinn með inn á staðina og syngjum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Örblogg
Búsáhaldabyltingin virkaði!
Frábær árangur. Beinar aðgerðir virka. Þúsundir manna hafa nú tekið þátt í ólöglegum mótmælum í heila viku enda er stjórnin búin að gefast upp.
Þetta er auðvitað bara áfangasigur. Við þurfum líka að tryggja að hér verði tekið upp nýtt stjórnkerfi sem býður ekki upp á að völd geti safnast á fáar hendur, að mikilvægum upplýsingum sé haldið leyndum og að útilokað sé að losna við vanhæft fólk úr embættum.
Þjóðhátíð í kvöld. Allir á Austurvöll með börnin sín og afa, kassagítar og kakóbrúsa, sjóðum egg og setjum á samlokur (eða geymum þau fyrir natófundinn), það er engin ástæða til að kasta eggjum í kvöld. Fögnum og skemmtum okkur. Byrjum kl 7 og sýnum í búum miðbæjarins þá tillittsemi að hætta snemma.
Lifi byltingin, búsáhaldabyltingin.
Sjöundi í byltingu
![]() |
Minnihlutastjórn einn möguleikinn |
Fimm handteknir
Enda þótt mótmæli væru enn í fullum gangi, gaf löggan út fréttatilkynningu um að þeir hefðu stöðvað mótmælin! Svo var ekki. 5 hafa verið handteknir. Þau hafa ekki fengið að vita hversvegna, en það er nú ekkert nýtt að fólk sé handtekið án þess að löggan geti gefið upp ástæðu. Það má alltaf skálda hana upp síðar.
Voru raddir fólksins þá falskar?
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Kröfurnar sem hafa hljómað á Austurvelli 15 laugardaga í röð eru þessar:-Ríkisstjórnina burt núna. Þjóðstjórn núna, kosningar í vor.
-Bankastjórn Seðlabankans burt.
-Stjórn Fjármálaeftirlitsins burt.
Getur einhver af þessum ‘röddum fólksins’ sem hafa drullað yfir Hörða Torfason hér á blogginu, gefið mér ástæðu fyrir því að slá af þessum kröfum núna? Var röddum fólksins virkilega ekki meiri alvara en svo að veikindi eins manns þyki mikilvægari en framtíð lands og þjóðar?
Mótmælendur þurfa að halda áfram
Kröfurnar hafa ekki bara snúist um kosningar, heldur ber þær flestar að sama kjarnanum; að spilling verði upprætt. Það er ekki nóg að kjósa. Við þurfum líka að losna við stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og taka til í bönkunum, finna leið til að láta útrásarvíkingana axla ábyrgð og koma á stjórnkerfi sem býður ekki upp á það að endalaust vald safnist á örfáar hendur.Ef það eina sem breytist er að skipt verði um rassa í ráðherrastólunum, getum við átt von á sannkallaðri uppreisn með haustinu.Við getum nú slakað á gagnvart kröfunni um kosningar og lagt þeim mun meiri áherslu á önnur mál. Næsta krafa sem ég vil ná í gegn er að losna við Davíð. Ég vona bara að hann fari ekki vegna veikinda, heldur vegna réttlætisins.
Óvænt ástæða fyrir kosningum
Ömurleg ástæða. En niðurstaðan er góð. Ríkisstjórnin fer.
Það kom reyndar fram í áramótaspá minni að andlát áhrifamanns eða banvæn veikindi yrðu til þess að hann félli úr leik. En ég hélt að það yrði Ingibjörg Sólrún. Við fáum væntanlega einhverskonar kosningar í vor en það verða samt haustkosningar.
Ég votta Geir og fjölskyldu hans samúð mína vegna veikindanna.