One thought on “Sjöundi í byltingu

  1. ————————————————–

    Ég heyri líka í mótmælendum heim til mín..elska þá alla!!!

    Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 11:36

    —   —   —-

    Til hamingju með daginn, góðir Íslendingar nær og fjær. Búsahaldabyltingin hefur borið sigurorð af spilltum og vanhæfum stjórnvöldum!

    En Davíð situr en óhaggaður í Seðlabankanum. Byltingunni er ekki lokið!

    Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2009 kl. 14:07

    —   —   —-

    Eva, eru ekki allir hamingjusamir ef tekst ad uppræta spillinguna? Allavega máttu vera ÁNÆGD med árangurinn hjá ykkur:)Birna Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 00:02

    —   —   —-

     Búsáhaldabyltingin lifi, til hamingju Ísland

    Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2009 kl. 00:14

    —   —   —-

    Ég held að þetta verði að teljast góður áfangasigur já, en baráttunni er ekki nærri lokið. Ég er í spennufalli.Eva Hauksdóttir, 27.1.2009 kl. 12:33

    —   —   —-

    Feita, ljóta spillingarskrímslið situr enn með rassgatið gróið við stólinn í Bleðlabankanum. Vonandi verður ógeðinu hent út áður en það nær sjálft að flýja eins og rotta sökkvandi skip.corvus corax, 27.1.2009 kl. 14:00

    —   —   —-

    Næsta mál á dagskrá er væntanlega Davíð og NATO… við hættum ekkert núna þegar að við sjáum svona augljóslega hvað beinar aðgerðir geta gert! koss á þig byltingarkona

    Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:19

    —   —   —-

    Sammála Kleópötru.

    Næsta mál er að lostna við Davíð Oddsson úr Seðlabanka Íslands. Þessi NATO fundur á ekki heima á Íslandi. Við skulum svo sannarlega mótmæla því rugli.

    Eva Hauksdóttir þú færð fimm stjörnur fyrir þitt framlag síðustu mánuði.

    HH (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:45

    —   —   —-

    Takk, en þótt ég sé dugleg að rífa kjaft þá er langt frá því að mitt framlag hafi skipt sköpum. Kleópatra og fullt af öðru fólki hefur lagt nótt við dag til að taka eins mikinn þátt og mögulegt er. Hver einasta manneskja sem hefur mætt skiptir máli og mun einnig skipta máli næst þegar við þurfum að berjast fyrir réttlætinu, sem er nánar tiltekið á morgun, kl 18.30, þegar fulltrúar Nató mæta í snobbpartý í Þjóðmenningarhúsinu, við hlið Þjóðleikhússins. Ef einhver pottur á heimilinu er ennþá óbeyglaður, takið hann þá með og látum liðið vita hvað okkur finnst um peningaausturinn í varnarmál á sama tíma og heilbrigðiskerfið er svelt. Krefjumst þess að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verði að aflýsa þessari ráðstefnu og það næsta að segja okkur úr Nató.Eva Hauksdóttir, 27.1.2009 kl. 20:18

    —   —   —-

    heyr heyr mín kæra þoli ekki að vita að ég sé partur af þessu helvíti… djöflar í mannsmyndKleópatra Mjöll Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:07

    —   —   —-

    Davíð situr og situr enn. Takið eftir því að þetta er eins og að losna við kong af stóli, eða einhvern Milosjevitsjinn enn. Ríkisstjórnin féll af því að þeir eða Geir gat ekki tekið á þessu máli, þetta er stórmerkilegt á Íslandi 2009.Hermann Bjarnason, 28.1.2009 kl. 01:08

Lokað er á athugasemdir.