Strengjabrúðustjórn?

Mér líst vel á þessa ríkisstjórn. Þ.e.a.s. ef hún fær þá að stjórna einhverju. Ef Framsókn fær að vaða uppi og segja þeim fyrir verkum, þá verður næsta stig byltingarinnar framið með verkfærum í stað búsáhalda.Ég ætla rétt að vona að þau beri gæfu til þess að breyta stjórnkerfinu. Af öllum málum er það brýnast.
mbl.is Tíu ráðherrar í nýrri stjórn

Hugmynd handa Sigmundi grasrót

Ég verð að játa að mér hlýnar dálítið um hjartað þegar ég hugsa til þess að það verður hann Steingrímur hún Jóhanna sem fær að reka Davíð. Ég vona samt að Davíð fái vinnu, við hvað sem er nema það að ráða einhverju, því enginn á skilið að vera atvinnulaus.

Kannski getur Sigmundur Grasrót ráðið Davíð til einhverra góðra verka. T.d. að flokka bækur í grasrótarbókasafni Framsóknarmanna. Allavega er Sigmundur Grasrót í þeirri sérstöku aðstöðu að hafa sprottið upp úr grasrótinni með silfurskeið í trantinum svo hann getur kannski boðið Davíð betri kjör en sjálfboðaliðar grasrótarhreyfinga eiga almennt kost á. Nema grasrót Framsóknar samanstandi af kvótaeigendum og verðbréfabröskurum? Nei, það getur nú ekki verið.

Það yrði allavega mikill léttir ef Sigmundur Grasrót héldi sig við að leiðbeina Davíð um flokkunarkerfi bókasafnsins, og sleppti því algerlega að  leiðbeina nýrri ríkisstjórn um efnahagsmál.

mbl.is Einn Seðlabankastjóri

Búsáhaldabyltingin misheppnaðist

Á morgun tekur til starfa ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, framsóknarauðmanns. Hann fær að vísu ekki ráðherrastól en Framsóknarflokkurinn ætlar að taka að sér að leiðbeina málamyndaríkisstjórninni og væntanlega að verja hana vantrausti svo lengi sem hún fer eftir þeim leiðbeiningum. Og svekktir Sjálfstæðismenn flykkjast yfir í Framsóknarflokkinn sem væntanlega mun gæta einkahagsmuna flokksmanna sinna að vanda.

Minn hlátur er sorg.

Búsáhaldabyltingin misheppnaðist. Hávaðinn af pottum og sleifum gefur greinilega ekki nægilega sterk skilaboð. Næsta skref hlýtur því að vera verkfærabylting.

Ég ætla að ná úr mér berkjubólgunni. Svo ætla ég að verða mér úti um vírklippur, vélsög og góða öxi.

Afsakið mig meðan ég æli

Framsóknarflokkurinn ætlar að taka að sér að ‘leiðbeina’ nýrri ríkisstjórn. Og Samfylkingin og Vinstri græn samþykkja bara að taka leiðbeiningum frá öðrum af þeim tveimur flokkum sem sáu um að gera þjóðina gjaldþrota. Ruglið er botnlaust.

mbl.is Framsókn ver nýja stjórn

Framsóknarfnykur

Mig langar að vekja athygli á þessu. Já og kannski bara í leiðinni á þessu. Bara það eitt út af fyrir sig að þessi lúðalegi smáflokkur skul alltaf vera í lykilstöðu, er næg ástæða til að stokka flokkakerfið upp.

Hann er hinsvegar þokkalega loðinn um lófana þessi ímyndarreddari Framsóknar og von að spurningar vakni um það hvort auðmenn eigi að fá að stjórna landinu öllu lengur.

mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun