Strengjabrúðustjórn?

Mér líst vel á þessa ríkisstjórn. Þ.e.a.s. ef hún fær þá að stjórna einhverju. Ef Framsókn fær að vaða uppi og segja þeim fyrir verkum, þá verður næsta stig byltingarinnar framið með verkfærum í stað búsáhalda.Ég ætla rétt að vona að þau beri gæfu til þess að breyta stjórnkerfinu. Af öllum málum er það brýnast.
mbl.is Tíu ráðherrar í nýrri stjórn

One thought on “Strengjabrúðustjórn?

  1. ———————————————————

    Þetta lýtur nokkuð vel útá pappírunum, vonum það besta um að þau geti framkvæmt hlutina.

    FLÓTTAMAÐURINN, 1.2.2009 kl. 16:55

    ———————————————————

    Það veður enginn yfir Jóhönnu. Framsókn né neinn annar. Bíð spenntur yfir öllu „hvernig“ um allt þetta „hvað“ sem þau ætla að gera. Sem er ekki lítið á 80 dögum.

    Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:48

    ———————————————————

    Ég hef mikla trú á Jóhönnu. Þar fer kona sem ég ber virðingu fyrir. Bestu kveðjur.

    Þráinn Jökull Elísson, 1.2.2009 kl. 18:16

    ———————————————————

    Lang brýnast.

    Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 19:36

    ———————————————————

    Bætt stjórnkerfi og aukið lýðræði.

    hilmar jónsson, 1.2.2009 kl. 20:55

    ———————————————————

    Framsóknarfólk leggur bara gott eitt til til að halda Sjálfstæðismönnum frá, þeir munu koma með í stjórnarsamstarfið eftir kosningar ef þörf er á. Þeir verða eins og smalinn sem heldur rándýrunum frá hjörð sinni.

    Jón Vilhjálmsson, 1.2.2009 kl. 22:20

Lokað er á athugasemdir.