Sýnum þeim kærleika

Ég legg til að við förum öll í gönguferð í kringum tjörnina, berrössuð og bjóðum útrásarvíkingum, bankastjórum, embættismönnum og pólitíkusum að þrykkja í þarmana á okkur.

Þjóðin er að ganga í gegnum fjárhagslega hópnauðgun og þar sem búið er að banna hávaða í mótmælaskyni, er ekki um annað að ræða en að gefast upp og sýna nauðgurum okkar kærleika og undirgefni. Táknræn aðgerð af þessu tagi myndi undirstrika friðarvilja þjóðarinnar og kærleiksþel á erfiðum tímum. Jóhanna getur svo komið með vaselín til að draga úr mesta sársaukanum.

mbl.is Selja íbúð á Manhattan

Afsakið mig meðan ég æli

Kærleika sýnir maður í verki, af hjartans dýpstu rótum, fólki sem manni þykir vænt um, fólk sem ekki hefur unnið til annars, fólki sem þarfnast þess, fólki sem af hendingu verður á vegi manns, fólki í sama húsi og fólki í fjarlægum heimshlutum.Við þurfum ekki að fara í gönguferð kringum tjörnina til að sýna hvert öðru kærleika. Enda er þetta uppátæki ekkert annað en væmin og hallærisleg tilraun til að telja okkur trú um að friður skuli ríkja í samfélagi þar sem enginn grundvöllur er fyrir friði. Þeim sem reyna að kúga okkur og þagga niður í okkur sýnum við engan kærleika. Við getum sýnt þeim miskunn, við getum haft samúð með öllu sem lifir, við getum sýnt þeim þá virðingu sem allar manneskjur eiga rétt á, en kærleika nei takk.

Skilaboðin til yfirvaldsins þessa dagana ættu ekki að vera: við elskum ykkur, heldur ‘drullist til að uppræta spillingu og valdníðslu ef þið viljið ávinna ykkur kærleika, virðingu og frið.’

Þau gætu byrjað með því að upplýsa okkur almennilega um afsalið á fjárræði okkar.

mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli

Lögreglan sýnir sitt rétta andlit

mbl.is Sturlu bannað að þeyta lúðra
Það er semsé rangt sem fulltrúar lögreglunnar halda fram, að hlutverk hennar við mótmælaaðgerðir sé að tryggja að mótmælendur geti komið boðskap sínum til skila. Hlutverk hennar er greinilega, eins og ég hef lengi haldið fram; að sjá til þess að mótmæli valdi yfirvaldinu ekki ónæði.Og hlífið mér við ‘bara að vinna vinnuna sína’ væli. Þessir menn hafa valið sér það hlutskipti að taka sér stöðu gegn þeim sem eru að reyna að knýja fram réttlæti. Það er engin afsökun að hafa valdníðslu  að atvinnu. Þeir sem kveikja á rafmagnsstólnum eru líka ‘bara að vinna vinnuna sína’.