https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/226301277445581
Greinasafn fyrir flokkinn: Örblogg
Vaxandi leiðindi
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10150448471192963
Fórnarlambsvæðing Bradleys Manning
Það á semsagt að fara þá leið að nota kynhneigð mannsins til þess að gera hann óábyrgan gjörða sinna í stað þess að reyna að fá rétt almennings til upplýsinga viðurkenndan. Eflaust vita lögfræðingar hans hvað þeir eru að gera en mikið ofboðslega er skítt ef er útilokað að fá hann sýknaðan á þeirri forsendu að menn megi upplýsa um, reyna að stöðva eða koma í veg fyrir óhæfuverk yfirvalda.
Af afrekum UTL
Og þetta er því miður ekkert einstakt dæmi um skítlega framkomu við hælisleitendur. Mouhamed Lo hefur verið í felum í meira en 5 mánuði. Sú ákvörðun að nýta Dyflinnarreglugerðina til að vísa honum frá var kærð en frestun réttaráhrifa var hafnað. Þetta velkist svo hjá útlendingastofnun mánuðum saman og á meðan er maðurinn í rauninni í stofufangelsi. Innanríkisráðherra svarar einfaldlega ekki tölvupósti og þegar ég reyndi að fá annan lögfræðing í málið var honum bara sagt að þrátt fyrir umboð gæti hann ekki fengið afrit af gögnum þar sem þegar væri búið að skila inn kæru. Hér er hægt að sjá hluta af sögu hans og meira verður birt á næstunni.
Ekki bara fyrir góða fólkið
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/202470473174543
Krafan um nafnbirtingu
Spurningin á fullan rétt á sér. Ósmekklegheit fjölmiðla liggja hinsvegar ekki í því að birta ekki nafn stúlkunnar heldur í því að birta nafn manns sem sakaður er um nauðgun áður en dómur fellur. Hitt er svo annað að þessi spurning kemur úr hörðustu átt.
Auðvitað eiga fjölmiðlar að fjalla um sakamál og það er sjálfsagt að birta nöfn þegar dómar eru fallnir. Ein grunnregla réttarríkisins er hinsvegar sú að menn skuli teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og það er ekki bara einhver klisja heldur sjálfsögð mannréttindi. Mannréttindi voru ekki fundin upp fyrir góða fólkið heldur þá sem eru álitnir úrhrök og ógeð.
Reglan sem almenningur ætti að fylgja er sú að meint fórnarlamb (hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða aðra alvarlega glæpi) njóti vafans þegar þarf að vernda en meintur gerandi ef á að refsa. Þótt snjáldurverjar hegði sér eins og fífl er ekki þar með sagt að fjölmiðlar eigi endilega að gera það líka. Eða myndi DV birta nafn stúlkunnar ef nógu margir kæmu fram með getgátur um hver hún er?
Ef ég ætti að dæma þetta mál hér og nú segði ég að Egill væri sekur. Ég get hinsvegar ekki fullyrt að öll gögn séu komin fram og það er nú þessvegna sem við höldum uppi lögreglu og dómskerfi (án þess að ég ætli neitt að mæra fullkomleik þeirra stofnana.) Það er hlutverk lögreglu að draga fram öll sönnunargögn og dómstóla að leggja mat á þau, ekki fjölmiðla. Ég finn ekki til persónulegrar samúðar með þessum manni en ég get vel ímyndað mér að álíka karakterar geti orðið fyrir svona ásökun að ósekju. Það er vegna þessháttar fólks sem við þurfum á reglunni „uns sekt er sönnuð“ að halda.
Einbeittur getnaðarvilji
Ef hann hefði átt óvarðar samfarir við 320 konur og eignast börn með 18 þeirra, gætu yfirvöld ekki leyft sér að anda á hann og myndu ekki einu sinni reyna það.