Límmiðar

Allt er þetta mál hið spaugilegasta. Maður sem er þekktur fyrir það helst að útbreiða útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku meðal ungdómsins er fenginn til að hanna útlit bókar sem enginn les á pappír nema þeir sem komnir eru yfir sextugt. Þegar grunsemdir um að útlitið sé innrætinu skárra, fá byr undir báða vængi, er eigendum bókarinnar boðið að hylja yfirborðið. Og almenningi náttúrulega enganveginn treystandi til þess að verða sér úti um límmiða eða krota yfir sín eigin skilaboð. Staðlaðar lausnir, það er það sem gildir í dag.

gilli

Myndin er stolin af visi.is
af fullkomnu samviskuleysi og vanvirðingu fyrir höfundarréttarlögum

Dálítið táknrænt fyrir íslensku leiðina að redda klúðri með því að líma yfir það og kannski ennþá táknrænna að samkvæmt þessari mynd er helst að sjá sem límmiðarnir nái ekki yfir skankana á módelinu, ekki nema þá að hausinn standi upp fyrir. Hann er gangandi límmiði blessaður maðurinn.

Auðvitað hefði límmiðinn átt að vera sköndullaga. Það hefði þó allavega einhverjum þótt það fyndið.

Feitabollan hætti í megrun

Út af fyrir sig áhugavert að komast að því hvar hinnar djúpu rætur vanlíðunar hennar liggja en um leið vaknar ein spurning sem ég er dálítið hrædd um að fáir komist undan næstu áratugina; hversu mörgum sentimetrum bætir hún á sig í þessu ferli?

Annars langar mig ofboðslega til að vita hvort er raunverulegt samband milli megrunar og holdafars til lengri tíma og hvort er samband milli holdafars þýðis og áherslu samfélagsins á útlit en það er nú sennilega mjög erfitt að mæla það.

Alhæft um karla

Af hverju er alltaf talað um að „karlar“ eigi allar eignirnar, vinni minna en konur, stjórni stórfyrirtækjum og stríðsrekstri, nauðgi og meiði, þegar staðreyndin er sú að langflestir karlar ráða andskotans engu, vinna af sér rassgatið til að tryggja konum sínum og börnum efnahagslegt öryggi, eru skikkaðir til herþjónustu og sjá nauðganir og barsmíðar sem nákvæmlega það ofbeldi sem þær eru?

Hvernig stendur á því að sama fólk og það sem aldrei nefnir valdatogstreitu kynjanna, án þess að kvarta yfir því alhæfingum um feminista, sér ekkert athugvert við að alhæfa um karlmenn?

Æ og klámið enn og aftur, hversu oft skoðuðu drengir klám árið 1978? Er eitthvað sem bendir beinlínis til þess að hlutfall kláms í menningarneyslu unglinga hafi aukist? Og er eitthvað sem bendir til þess að klámneytendur séu meiri ofbeldismenn eða á annan hátt verri manneskjur en púritanar?

Vegna hatrammrar umræðu

Í tilefni af ummælum Höllu Tryggvadóttur um „hatramma umræðu“ í framhaldi af þessum pistli.

Það er náttúrulega algerlega galið að gera þá kröfu til fólks sem vísar í fræðigreinar og rannsóknir (í þessu tilviki greinar sem ekki er hægt að lesa nema borga fyrir aðgang að þeim) að skrifin sem það vísar til, styði það sem það er að segja. Auðvitað á fólk að mega skreyta skrif sín með tilvísunum sem koma málinu ekkert við, í þeim tilgangi að gefa lesendum til kynna að það sé eitthvert vit í því sem það er að segja. Þetta er bara svona skáldaleyfi eða listræn blekking.

Undarleg rök í Landsdómsmálinu

Bíddu nú við! Var búinn til einhver fjögurra manna pakki? Ég hélt að það hefði bara verið ákveðið að ákæra hvern fyrir sig, rétt eins og þegar annað fólk er dregið fyrir dóm sem einstaklingar. Eins ömurlegt og það er að hin skuli sleppa sé ekki að það séu rök í málinu. Hinsvegar er ekki í lagi að breyta lögum eftir að ákveðið hefur verið að ákæra mann.