Límmiðar

Allt er þetta mál hið spaugilegasta. Maður sem er þekktur fyrir það helst að útbreiða útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku meðal ungdómsins er fenginn til að hanna útlit bókar sem enginn les á pappír nema þeir sem komnir eru yfir sextugt. Þegar grunsemdir um að útlitið sé innrætinu skárra, fá byr undir báða vængi, er eigendum bókarinnar boðið að hylja yfirborðið. Og almenningi náttúrulega enganveginn treystandi til þess að verða sér úti um límmiða eða krota yfir sín eigin skilaboð. Staðlaðar lausnir, það er það sem gildir í dag.

gilli

Myndin er stolin af visi.is
af fullkomnu samviskuleysi og vanvirðingu fyrir höfundarréttarlögum

Dálítið táknrænt fyrir íslensku leiðina að redda klúðri með því að líma yfir það og kannski ennþá táknrænna að samkvæmt þessari mynd er helst að sjá sem límmiðarnir nái ekki yfir skankana á módelinu, ekki nema þá að hausinn standi upp fyrir. Hann er gangandi límmiði blessaður maðurinn.

Auðvitað hefði límmiðinn átt að vera sköndullaga. Það hefði þó allavega einhverjum þótt það fyndið.

One thought on “Límmiðar

  1. Hmm, á mínu heimili hefur frá fyrsta degi símaskrárinnar mátt líta mynd af girnilegum ‘tamales’ maísvafningum á forsíðu og franska súkkulaðiköku á bakhliðinni. Svona þykka passlega lítið bakaða.
    Þurfti ekki fjölmiðlafár til.

Lokað er á athugasemdir.