Rúv hefur tekist að setja nýtt met í ömurlegheitum með þættinum um Jón Múla. Maður hefði haldið að einhverjir ástsælustu listamenn sem Ísland hefur alið og þessir frábæru menntaskólakrakkar væru efni í góðan þátt en þetta var bara sundurleitt samklastur af úrklippum. Mér finnst þetta efni verðskulda metnaðarfyllri meðhöndlun.
Greinasafn fyrir flokkinn: Örblogg
Óður til letinnar
Letingjar eru í senn nytsamar verur og skaðlegar.
Þúsund þakkir, þið sem eruð mér ósammála en dreifið pistlunum mínum samt af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur. Þið eruð æði.
Og þið sem eruð mér sammála en skammið mig af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur, þið eruð líka æði. Án ykkar myndi engin hjarðmennska þrífast.
Magnús Sveinn Helgason kommentar
Mér finnst dálítið undarleg ráðstöfun hjá fólki sem hefur blokkerað mig á fb að vera að kommenta hjá mér, þar sem ég get ekki séð þau ummæli nema í gegnum þriðja aðila. Athugasemd Magnúsar Helgasonar um að fýsutal Erps sé „hluti af listrænum gjörningi“ er svo hlægileg að ég ætla ekki einu sinni að svara henni.
Það er bull hjá Magnúsi að mér finnist ekkert athugavert við það hvernig Erpur talar, það var hinsvegar ekki umfjöllunarefni þessarar greinar, heldur var ég að benda á að það sem ræður því hvað er skoðað sem kvenhatur er ekki það sem sagt er, heldur tengsl mælandans við pólitískar hreyfingar.
Jaðarsetning í bókstaflegri merkingu
Það á semsagt að leysa „vandamál“ með því að flytja gleðikonur út í iðnaðarhverfin. Væntanlega til þess að vernda þær eða hvað? Hér sést glöggt að „vandamálið“ er aðallega fólk sem þolir ekki að vita af kynlífsþjónustu nálægt sér og að baráttan gegn klámi og kynlífsþjónustu kemur mansali nákvæmlega ekkert við.
Stétt fórnarlamba
Mér býður við svona fórnarlambsvæli. Þeir sem fara í hjúkrun vita að það felur í sér vaktavinnu og það að sitja hjá deyjandi fólki. Ég hef ekki séð annað eins harmarunk síðan löggan fór í sína grenjuherferð fyrir rúmu ári.
Hér eru svo taxtarnir. Þeir sem vinna raunverulega sjálfboðavinnu geta skemmt sér við samanburðinn http://www.reykjavik.is/…/F_lag__slenskra_hj_krunarfr… Algeng laun hjúkrunarfræðinga eru á bilinu 400-500 þúsund á mánuði. Það má vel vera að einhverjum þyki það of lítið en það er ömurlegt að bera það saman við sjálfboðavinnu.
Við skulum athuga að það er ekkert eðilegt við að skoða bara grunnlaun. Það er ekki eðlilegt þegar um er að ræða stjórnendur stórfyrirtækja og það er heldur ekki eðlilegt þegar um er að ræða stétt þar sem enginn er bara á grunnlaunum. Allra síst er eðlilegt að skoða bara grunnlaun þegar kvartanirnar snúast um álagið af því að vera í vaktavinnu og að eiga á hættu að fá ekki matartíma en í samningum stendur skýrum stöfum að ef starfmaður geti ekki fengið matarhlé þá skuli sá tími greiddur sem yfirvinna.
Þægileg afgreiðsla
Gaman að sjá hér dæmi um það hvernig fólk er lamið í hausinn með pólitískri rétthugsun. Þegar bent er á að menningarmunur sé á hugmyndum Íslendinga og Kínverja, afgreiðir aðstoðarmaður ráðherra það sem rasisma.
Femínísk nálgun á jólalög
Staðalmyndir og úrelt viðhorf eru svo sannarlega fyrir hendi og mjög áhugavert að skoða þær. Það er einmitt hægt að nota klassísk kvæði og sögur til að vekja spurningar hjá börnum. Mínum strákum fannst alveg glatað að Rúdolf með rauða nefið skyldi vera lagður í einelti og „hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna“ varð efni í samræður um kynjajafnrétti.
En að armæðast af heilagri vandlætingu yfir því að höfundar séu börn síns tíma, hvað heitir það á íslensku?