Stétt fórnarlamba

Mér býður við svona fórnarlambsvæli. Þeir sem fara í hjúkrun vita að það felur í sér vaktavinnu og það að sitja hjá deyjandi fólki. Ég hef ekki séð annað eins harmarunk síðan löggan fór í sína grenjuherferð fyrir rúmu ári.

Hér eru svo taxtarnir. Þeir sem vinna raunverulega sjálfboðavinnu geta skemmt sér við samanburðinn http://www.reykjavik.is/…/F_lag__slenskra_hj_krunarfr… Algeng laun hjúkrunarfræðinga eru á bilinu 400-500 þúsund á mánuði. Það má vel vera að einhverjum þyki það of lítið en það er ömurlegt að bera það saman við sjálfboðavinnu.

Við skulum athuga að það er ekkert eðilegt við að skoða bara grunnlaun. Það er ekki eðlilegt þegar um er að ræða stjórnendur stórfyrirtækja og það er heldur ekki eðlilegt þegar um er að ræða stétt þar sem enginn er bara á grunnlaunum. Allra síst er eðlilegt að skoða bara grunnlaun þegar kvartanirnar snúast um álagið af því að vera í vaktavinnu og að eiga á hættu að fá ekki matartíma en í samningum stendur skýrum stöfum að ef starfmaður geti ekki fengið matarhlé þá skuli sá tími greiddur sem yfirvinna.