Út frá síðasta pistli mínum spannst dálítil umræða um mismunandi skoðanir og mér finnst sú umræða gefa tilefni til að varpa fram spurningu um það hvort mönnum beri alltaf, stundum eða aldrei siðferðileg skylda til að virða skoðanir annarra og ef ekki alltaf, hvernig eigum við þá að meta það hvaða skoðanir eru virðingarverðar?
Mér þætti einnig forvitnilegt að sjá hugmyndir þeirra sem þetta lesa, um það hvað felst í raun í því að virða skoðanir annarra. Get ég „virt“ skoðun sem stríðir gegn samvisku minni? Eða merkir það að virða skoðanir annarra í raun ekki annað en það að þær skipti okkur ekki nógu miklu máli til þess að við nennum að mótmæla þeim af sannfæringu? Hvaða hugmyndir hefur þú um þessa hluti?