Uns sekt er sönnuð

Ætli söluhagnaður gærdagsins hafi náð sögulegu hámarki hjá DV?
Ef svo er hljóta þeir að vera glaðir.
Ég verð allavega alltaf glöð þegar fleiri krónur koma í kassann en ég átti von á.

Spurningin sem flestir spyrja sig hinsvegar er hvað má það kosta?

Hvað ætli líf hans hafi skilað DV mörgum þúsundköllum?

Eitt lítið um fréttamennsku

Ég játa að ég tek öllu sem DV segir með fyrirvara, þar á bæ er vönduð fréttamennska ekki höfð að leiðarljósi. Og ef það er ósatt sem kemur fram í helgarblaði DV um Vesturbæjarmálið, þá vona ég sannarlega að viðkomandi blaðamaður verði dreginn fyrir dóm. Það er í hæsta máta ábyrgðarlaust að gaspra um svona mál.