Mér finnst það gott mál og virðingarvert að leita uppi kúgað fólk og hjálpa því. Og já, ég er alveg viss um að þrælahald viðgengst hér á landi sem annarsstaðar. Ég hef m.a.s. séð það sjálf. Að vísu ekki í vændisgeiranum heldur á veitingahúsi. Ég gerði tilraun til að klaga það en var sagt að þrælarnir yrðu að kvarta sjálfir til að hægt væri að gera eitthvað. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn (um kyn og klám)
…og gettu nú, sagði Sfinxin
-Hvernig myndirðu lýsa nútíma Íslendingnum? spurði túristinn, sem hafði hugmyndir sínar um land og þjóð fyrst og fremst úr fornritunum.
Gat ekkert gert?
Og konan hans átti aldrei leið niður í kjallara öll þessi ár? Allavega hef ég ekki séð eitt orð um hennar ábyrgð í þessu máli. Ég spái því að hún verði álitin fórnarlamb. Ég veit ekki hvaða mafía það er sem telur hag kvenna best borgið með því að viðhalda því viðhorfi að píkan sé aðsetur ábyrgðarleysis en hún er allavega starfandi á Íslandi.
Kynin eru ekki eins
Enn er spurt hversvegna leikföng séu markaðssett eftir kyni. Ég hef enga trú á því að ástæðan sé sú að leikfangaframleiðendur vilji hindra konur í því að hasla sér völl í karlastörfum. Ég held að það eina sem leikfangaframleiðendur hafa áhuga á sé að selja sem mest og hver sem ástæðan er þá sækja telpur frekar í brúður og drengir í hasarleikföng. Halda áfram að lesa
Útavðí
Það er sko vegna þess að litlar telpur hafa oftar áhuga á brúðum og litlir drengir á bílum. Steríótypísk fullorðin kona vill eiga bíl til að komast á milli staða, steríótýpískur karlmaður vill eiga bíl af því að það gleður hjarta hans. Sú hin sama kona kjáir framan í smábörn og finnst þau yndisleg í eðli sínu. Karlinn álítur sitt eigið barn reyndar fullkomnustu veru í heimi en fær ekkert sérstakt kikk út úr því að þrífa botninn á börnum vina sinna.
Ég veit ekki hversvegna þetta er svona og þegar Haukur fæddist trúði ég því staðfastlega að þetta væri eingöngu uppeldislegt. Ég skipti um skoðun 7 árum síðar. Mínir drengir áttu nefnilega brúður og þeir léku sér heilmikið að þeim. Ekki reyndar með því að klæða þær, mata og bía þeim í svefn, heldur voru þær notaðar sem fangar í indiánaleik.
Bera karlar sig verr?
Um daginn sat ég á spjalli við konu, hverrar eiginmaður var illa haldinn af kinnholubólgum og henti hún nokkurt gaman af því hve illa hann bæri sig. Sjálf lenti ég einu sinni á sjúkrahúsi vegna illvígrar skútabólgu. Var svo veik að ég var mænustungin til að útiloka heilahimnubólgu. Halda áfram að lesa
Eru þetta ekki …
… sömu konurnar og mótmæltu smekkleysunni þegar Oddi gaf út dagatal með málsháttum um konur?
Jólasveinar eru miklir óskaspenglar.
-Giljagaur óskar þess að konur hætti að líta á sig sem eilífðarfórnarlömb í öllum málum.
-Skyrgámur óskar þess að konur hætti að sletta skyrbirgðum sínum í blásaklausa sveina.
-Gluggagægir óskar þess að konur hætti að setja samasemmerki milli klámneytenda og nauðgara.
-Gáttaþefur óskar þess að konur hætti að safna klofþefsgæru.
Ég óska þess nú bara að bakarar bjóði upp á stærri gerð af ósteiktum laufabrauðskökum og hafi þær kringlóttar en ekki sporöskjulagaðar. Það er ekki á nokkurn mann leggjandi að fletja þetta helvíti almennilega út.


