Og þegar umræðan um ógeðskallana heldur áfram …

…bara svo það sé á hreinu, þá fer ég ekki fram á öfgalausa umræðu. Öfgar eru ekkert slæmar í sjálfu sér. Öfgar eru einfaldlega það sem víkur frá norminu. Öll réttlætisbarátta er álitin öfgafull þar til markmiðinu er náð. Á sínum tíma þótti það fremur öfgakennd hugmynd að konur hefðu eitthvað með kosningarétt að gera og það þurfti öllu róttækari aðgerðir en útifundi og ljóðalestur til að ná þeim merka áfanga.

Halda áfram að lesa

Stjórnlagaþing og kynjahlutföll

Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru 523. Karlar eru 364, konur 159.

Er feðraveldið að hindra konur í því að bjóða sig fram eða er hugsanlegt að hlutfallslega færri konur en karlar hafi áhuga á stjórnmálum?

Ég spurði um þetta á FB og fékk m.a. það svar að konur eigi erfitt með að trana sér fram og vilji ekki persónulega athygli. Það þýði alls ekki að þær hafi minni áhuga en karlar. Halda áfram að lesa