Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað? Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn (um kyn og klám)
Vá hvað mér hefur verið nauðgað oft
Ég var mjög ung þegar ég þvældi mér í ástarsamband við mér eldri mann. Ég var dauðástfangin af honum og hann kom illa fram við mig. Særði mig oft og illa. Ég held reyndar að þetta samband hafi sett varanlegt mark á mig. Það er samt fyrst núna sem það er að renna upp fyrir mér að með þeirri hegðun sinni að standa í kynlífssambandi við ástfanginn ungling, án þess að ætla að giftast mér og eignast með mér börn, var maðurinn í raun að beita mig kynferðisofbeldi. Halda áfram að lesa
Han irriterede mig
Þann 13. september 2008 varð 15 ára stúlka fyrir hópnauðgun á almenningsklósetti á járnbrautarstöð í Danmörku. Eða það sögðu blöðin allavega. Og hún sjálf. Halda áfram að lesa
Hollinn skollinn pílarollinn
Orðið hljóð er eitt af merkilegustu orðum íslenskunnar. Það táknar bæði hávaða og þögn og felur þannig í sér tvær fullkomlega gagnstæðar merkingar.
Bara sleppa því að ljúga takk
Kapítalisminn laug að okkur. Hann sagði okkur að við yrðum hamingjusöm af því að drekka sæta gosdrykki og gúlla í okkur fitu og sykri í ótæpilegu magni. Við urðum ekki rassgat hamingjusöm en mörg okkar urðu hinsvegar feit. Halda áfram að lesa
Líkamsvirðing stendur fyrir … ?
Sigrún Daníelsdóttir á erindi við íslenskt samfélag. Ég get alveg mælt með blogginu hennar þar sem hún hefur birt fjölda fróðlegra greina og hugleiðingar sem sannarlega eru gott innlegg í umræðuna um fordóma, útlitsdýrkun og heilsu. Halda áfram að lesa
Líka afi minn!
Prófaðu að segja hópi átta ára barna spennandi sögu af stelpu sem fer með afa sínum á sjóinn. Gefðu svo börnunum tækifæri til að deila reynslu sinni af sjómennsku.
Einhver úr bekknum réttir upp hönd og segir frá því að hún hafi farið með afa sínum á báti út á vatn rétt hjá sumarbústaðnum og þau hafi veitt silung. Annar hefur farið með Herjólfi til Eyja. Þriðja barnið hefur séð geit í Húsdýragarðinum og finnst sú saga eiga vel heima í umræðunum. Halda áfram að lesa