Fyrir tveimur árum hugsaði ég nákvæmlega það sama og þú, að það væri þörf fyrir karlréttindahreyfingu á Íslandi. Og karlréttindahreyfingar eru reyndar til amk í Bandaríkjunum og Kanada. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn (um kyn og klám)
Ljósvakamiðlar tala bara við karla
Enn einu sinni er það staðfest að konur fá töluvert minna vægi í fjölmiðlum en karlar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið. Halda áfram að lesa
Feminasnar og kynjamismunun Siðmenntar
Bókmenntafræði, rassvísindi og trompetrannsóknir
„Ég held að sum skáld og aðrir listamenn séu bara að djóka. Framleiða eitthvert bull sem lítur út fyrir að vera merkilegt, aðallega til að hafa fræðimenn að fíflum“ sagði ég. Kennarinn hafði enga trú á því að aðrir en augljósir asnar gætu sýnt listinni hvílíkt virðingarleysi.
Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?
Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Halda áfram að lesa
Klósettfemínismi
Þegar ég sagði frá mannréttindabaráttu My Vingren varð kunningja mínum að orði að nú hlyti ruglið að hafa náð hámarki. Ég var ekki eins viss og svei mér þá ef klósettfeminismi sænskra vinstri manna toppar ekki My Vingren. Halda áfram að lesa
Þessvegna er kynjafræðikennsla nauðsynleg
Í mínu ungdæmi var engin klámvæðing. Auðvitað var til klám en ekki „klámvæðing“ því hún hófst ekki fyrr en með almennri internetnotkun. Halda áfram að lesa