Þessi banani

banana-342575_640-300x281

Á leiðinni út í búð sá ég banana. Nei, ekki forsætisráðherra Íslands heldur venjulegan, ætan banana, af þeirri gerð sem vex á svokölluðum bananatrjám, gulan en ekki með brúnum flekkjum – ennþá. Hann lá á gangstéttinni fyrir framan mig, ég tók hann upp og hann reyndist heill og ómarinn. Raddirnar í hausnum á mér kepptust við að setja fram kenningar. Halda áfram að lesa

Ullargarnsdraumur

Sofnaði og dreymdi að ég væri í prófi. Það var bara eitt verkefni á prófinu: „Fjallaðu um fjárstjórnarvald Alþingis í víðu samhengi“ og ég skrifaði:

1. Skattlagningarvald.
2. Fjárveitingarvald.

Á milli þessara tvíburaturna er vítt samhengi og teygjanlegt, fullt af appelsínugulu ullargarni.