Á leiðinni út í búð sá ég banana. Nei, ekki forsætisráðherra Íslands heldur venjulegan, ætan banana, af þeirri gerð sem vex á svokölluðum bananatrjám, gulan en ekki með brúnum flekkjum – ennþá. Hann lá á gangstéttinni fyrir framan mig, ég tók hann upp og hann reyndist heill og ómarinn. Raddirnar í hausnum á mér kepptust við að setja fram kenningar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Dindilhosan (léttmeti)
Ullargarnsdraumur
Sofnaði og dreymdi að ég væri í prófi. Það var bara eitt verkefni á prófinu: „Fjallaðu um fjárstjórnarvald Alþingis í víðu samhengi“ og ég skrifaði:
1. Skattlagningarvald.
2. Fjárveitingarvald.
Á milli þessara tvíburaturna er vítt samhengi og teygjanlegt, fullt af appelsínugulu ullargarni.
Kenning mín um Passíusálmana
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152811789757963
Einn af þessum hálfvitum í umferðinni
Ég er einn af þessum hálfvitum í umferðinni. Stundum held ég að ég hljóti að vera eini hálfvitinn í umferðinni – allavega hef ég aldrei hitt bílstjóra sem telur sig ekki sérstaklega öruggan og ábyrgan. Halda áfram að lesa
Þarf ég að rukka manninn minn fyrir kynlífsþjónustu?
Ég er búsett erlendis en þarf helst að hafa bankareikning á Íslandi. Halda áfram að lesa
Oddviti Framsóknar yrkir
Jón Loðmfjörð hefur undanfarið leitað svara við spurningu sem varðar mikilvægan þátt menningarinnar en engum öðrum virðist hafa dottið í hug að bera undir frambjóðendur til sveitarstjórnakosninga. Spurningin er þessi: Halda áfram að lesa
Þú ert víst miðaldra!
Þegar ég var lítil voru ömmur með svuntur. Þær steiktu kleinur og prjónuðu vettlinga og sungu Guttavísur fyrir barnabörnin. Í dag eru ömmur hinsvegar skvísur. Allar í ræktinni eða útlöndum, og ekki slæðu bunda yfir rúllurnar í hárinu heldur með grænar strípur og tattútveraðan upphandlegg. Halda áfram að lesa