Sáum Njálu í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Einhverju hefur slegið saman hjá mér því ég taldi mig hafa séð Jón Viðar hrósa sýningunni en áttaði mig fljótlega á því að það hlaut að vera misskilningur. Hún er skemmtileg en skortir dýpt, ofurfeminísk sýning og yfirmáta sjálfhverf þar sem áhorfandinn er ekki aðeins sífellt minntur á að hann er í leikhúsi, heldur einnig á að leikendur beri nöfn og eigi sér feril. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Dindilhosan (léttmeti)
Kosturinn við að vera öryrki
Margir hafa furðað sig á því hvers vegna hlutfall öryrkja er svo hátt. Þegar vel er að gáð er þó nokkuð augljóst að fólk velur þá leið af því að það er hagstætt. Það er nefnilega ódýrt að vera öryrki. Halda áfram að lesa
Andmælarétturinn
Draumfarir að morgni eftir andvökunótt:
Einar segir mér að Umboðsmaður Alþingis sé að koma í mat og að það sé best að gefa honum „andmælarétt“ og hafa kartöflubáta með. Var samt ekki að segja fimmaurabrandara heldur var þetta mjög djúp speki úr einhverjum frönskum réttarheimspekingi sem ég hef aldrei heyrt nefndan.
UA var ekki Tryggvi heldur eitthvert nördabarn úr ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar sem var samt Sjálfstæðisflokkurinn, og ég nennti eiginlega ekki að fá hann í mat. Ég byrjaði samt að setja sólþurrkaða tómata í stóra glerskál (ekki veit ég hvað ég ætlaði að gera við þá) en var svo allt í einu komin með UA niður á Austurvöll en við vorum að fara að kaupa jólagjafir. Ekki veit ég handa hverjum en ég var eindregið á þeirri skoðun að við gætum bæði varið tíma okkar betur.
Pistill handa sjoppueigendum
Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Halda áfram að lesa
Betra eftirlit með örorkusvindlurum
RUV birti ekki alls fyrir löngu frétt af 18 ára dreng sem hefur verið fatlaður frá fæðingu en þarf nú að sanna fötlun sína svo hann fái örorkubætur. Enginn vafi hefur leikið á fötlun hans hingað til og móðir hans hefur fengið umönnunarbætur en þar sem hann hefur nú náð 18 ára aldri er tilvalið að nota það tækifæri til að skapa dálítið vesen. Halda áfram að lesa
Sæt á sundfötum
Loksins lætur sumarið sjá sig og Íslendingar flykkjast í sund. Eflaust þurfa margir að endurnýja sundfatalagerinn og hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja eitthvað nýtt og hressandi. Halda áfram að lesa
Barnabókakynning Kvennablaðsins
Sú var tíð að helstu vandamál barna voru úlfar, tröll og vondar stjúpur. Í flóknum heimi nútímans eru helstu vandamálin hinsvegar fordómar og staðalmyndir. Við hjá Kvennablaðinu fögnum því endurnýjun á barnabókamarkaðnum og hvetjum lesendur til að kynna sér þessar nýútkomnu bækur. Halda áfram að lesa