Konan sem kláraði smjörið

Myndin er skjáskot úr myndbandi (youtube.com/watch?v=2WBRloSIEf8)

Mig dreymdi að ég hefði gefið út ljóðabók sem hét Konan sem kláraði smjörið og var svo framúrstefnuleg að ég skildi ekki orð í henni sjálf. Ég hafði einhverjar efasemdir um að hún myndi seljast í bílförmum en vissi að ég var dottin í lukkupottinn þegar Gísli Ásgeirsson tók upp á því að auglýsa hana í Costco hópnum.

Ég sagði frá draumnum á Facebook (þegar ég var vöknuð semsagt) og Gísli Ásgeirsson svaraði að bragði

„Samkvæmt draumheimildum mínum (sem ég tel næsta öruggar) er þetta fyrsta ljóðið í bókinni.

Mest er hún fyrir fjörið
og fyllir helst á sér rörið
kátínan dafnar
því kílóum safnar:
Konan sem kláraði smjörið.“

Íslenskir ostar eru skyldari tyggjói en osti

Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég flutti til útlanda hvers konar drasl íslenskir brauðostar eru.  Ostur er reyndar rangnefni, þeir eiga meira skylt við gúmmí. Og nei, ég er ekki að tala um gerviost sem er seldur sem pizzuálegg heldur þetta rusl sem er kallað brauðostur, góðostur, skólaostur gauda o.s.frv. Halda áfram að lesa

Málsýni úr lagadeild

 

16. nóv. 2014

Sérfræðingaútskýring á þeirri hugmynd að allir menn eigi að njóta jafnra borgaralegra réttinda:

Hver persóna á að hafa jafnan rétt á ítrasta kerfi jafnra frelsisréttinda sem samræmst getur sambærilegu kerfi frelsisréttinda fyrir alla.

Á ensku hljóðar þetta svo

Each person is to have an equal right to the most extensive total system of equal basic liberties compatible with a similar system of liberty for all.

Ég veit ekki hver á heiðurinn af þýðingunni sem er að finna á glæru sem notuð er við kennslu við Lagadeild HÍ. Halda áfram að lesa

Sumartásur

Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl. Halda áfram að lesa