Eitlaleit

Í fríinu mínu rifjaði Hulla systir mín upp fyrir mér læknisskoðanirnar í litlum skóla úti á landi, þar sem við ólumst upp um tíma. Líklega hefur læknir komið á staðinn til að bólusetja hluta af hópnum en annars var læknisskoðunin í höndum prestins og skólastjórans sem var kona prestsins. Hún gegndi, ef ég man rétt, hlutverki ritara við þessa viðmiklu rannsókn á allt að 50 börnum. Auk þeirra var sonur þeirra hjóna 5-7 ára gamall, ávalt viðstaddur læknisskoðunina. Hlutverk hans var þó óljóst. Halda áfram að lesa

Nýtt spakmæli

Í dag samdi ég nýtt spakmæli:

Drag fyrst fjárhirðastafinn úr þínu eigin rassgati og þá geturðu beygt þig til að draga tannstöngulinn úr boru bróður þíns.

Spakmæli þetta tileinka ég Rúdolf. Ég man ekki hvers son hann er en mun framvegis kalla hann Rúdolf kústskaft.

Óorð

-Finndu nafnorð sem byrjar á ó, sagði Lærlingurinn.
Mér vafðist tunga um tönn. Nóg til af ó-orðum en þau sem komu fyrst upp í hugann voru lýsingar- og atviksorð og oft var ó-ið bara forskeyti. Ósama. Ég reiknaði ekki með að hann ætti við sérnafn. Ósómi, ótti, ógn, ósk, órar… Ég var viss um að hann væri að leita að hlutstæðu orði en flest ó-orð virtust tilfinningaþrungin.
Órangútan? sagði ég hálf vandræðaleg. Halda áfram að lesa