Að mörgu þarf að huga þá er unga konan hyggst stíga sín fyrstu skref á braut ástalífsins. Meðal þess sem hún þarf að læra, er að varast viðsjárverða menn sem kunna að hafa vafasöm áform. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Dindilhosan (léttmeti)
Barnabull
Kannski er hugmyndin um áhrifamátt bundins máls á undanhaldi en hún hefur lengst af verið áberandi í íslenskri menningu. Hún birtist til að mynda í galdratrú þar sem ákvæðakveðskapur skipar stóran sess og eins hefur skáldskapur löngum þótt áhrifarík leið til að kveða niður drauga. Halda áfram að lesa
Lítil saga af búrapa
Lítil saga af búrapa.
Ég sendi opinberri stofnun fyrirspurn um hversu langan tíma ég hefði til að leggja fram formlegt erindi. Viika leið en ég fékk ekkert svar. Ég ítrekaði fyrirspurnina og fékk þær upplýsingar að hún hefði verið „send í vinnslu til lögfræðings.“
Ég spurði hvort væri rétt skilið að starfsmaðurinn vissi ekki hvaða reglur giltu hjá embættinu eða hvar hægt væri að nálgast þær. Fékk þá strax fullnægjandi svar ásamt afsökunarbeiðni (nefni þessvegna ekki stofnunina.)
Stundum dettur mér í hug að almennir starfsmenn séu notaðir til að sía frá þá sem hafa ekki tíma til að krefjast svara.
Skemmtileg skilti
Á netinu er að finna urmul mynda af óvenjulegum götuskiltum. Því miður fylgir ekki alltaf sögunni hvar myndirnar eru teknar og oft rennir mann í grun að hann Fótósjoppmundur hafi komið við sögu.
Mér skilst að þetta skilti sé í Danmörk en nánari staðsetningu veit ég ekki Halda áfram að lesa
Maturinn kemur frá Satni
Skjóða, poki, dós
Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát. Halda áfram að lesa
Fíkja en ekki epli
Þótt það skipti svosem engu máli finnst mér samt rétt að vekja athygli á því að ávextirnir á skilningstrénu voru sennilega fíkjur en ekki epli. Halda áfram að lesa