Fíkja en ekki epli

fig-wasp-3-400x288Þótt það skipti svosem engu máli finnst mér samt rétt að vekja athygli á því að ávextirnir á skilningstrénu voru sennilega fíkjur en ekki epli.

Það kemur hvergi fram í biblíunni að Adam og Eva hafi etið epli, þar er aðeins talað um ávöxt. Það er frekar ótrúlegt að þegar Adam beit í ávöxtinn og áttaði sig á því að hann var berrassaður, hafi hann farið í gönguferð til að leita að fíkjutré. Auðvitað greip hann það sem hendi var næst og fyrst það var fíkjublað hlýtur hann að hafa staðið við fíkjutré en ekki eplatré.

Epli eru náttúrulega lostafyllri á litinn og það er bara þessvegna sem okkur finnst flottari hugmynd að þau hafi borðað epli. Eða hefur nokkur séð mynd af Adam og Evu undir eplatré með grænum eplum?