Hann stendur við gluggann og horfir á leiki krakkanna. Strákarnir á körfuboltavellinum, stelpurnar verpa eggi og hoppa í teygjutvist og snúsnú. Litlu börnin leika sér hinum megin við skólann en hér er leiksvæði unglinganna. Ár eftir ár hefur hann staðið við gluggann og fylgst með stelpunum hoppa, hlaupa og losa sand úr skónum sínum á góðvirðrisdögum. Nú eru þær orðnar stórar. Komnar með ávöl brjóst og kvenlegar mjaðmir. Fallegar stelpur, margar hverjar en Sóley ber af þeim, tvímælalaust. Hún er ekkert barn lengur, hún er tilbúin, hugsar hann. Hann tekur myndavélina og gengur út á tröppurnar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Birta (skáldskapur)
Sátt
Vinur, þegar vorið kveður,
vaka hjartans dularmál,
eins og tónn sem andann gleður
áttu stað í minni sál.
Þótt særð ég hafi í sorgum mínum
sakað þig um lygi og svik.
Finn ég enn í faðmi þínum
fullsælunnar augnablik.
Kvæði handa dópistum
Eitt vorkvöld sat ég hálf
í Valaskjálf
að vitum mínum anga engu líka
lagði, svo ég aftur að mér dró
ilminn frjóa, ríka.
Og blóðið brann,
um æðar rann,
ég fann
um mig streyma unaðssæluhrollinn
og kaupmennirnir kalla ilminn þann
Rauða ruglukollinn.
Þeir segja að allt sé vænt
sem vel er grænt
og af því hef ég gengið fram á gnýpu,
Nepal reykt úr niðursuðudós
Norðurljós úr pípu.
En fáar
finna má
sem jafnast á
við jurtir þær af Egilsstaðagötu
sem Ruglukollur þessi er runnin frá
og reykja má úr fötu.
Nú finnst mér allt það dautt
sem ekki er rautt
því aldrei finn ég sama sæluhrollinn
og kvöldið sem mér kaupmaðurinn bauð
Rauða ruglukollinn.
En víst
ég við því býst
ég vilji síst
tárum bæta í niðurtúrapollinn.
Svo lífs míns fjandafæla um það snýst
að forðast Ruglukollinn.
Vísur handa strákunum mínum
Alltaf gleður anda minn
að eiga stund með mínum.
Haukur kitlar húmorinn
með hugmyndunum sínum.
En þurfi vinnu og verklag, þá
vel ég annan snáða.
Darri minn með dökka brá
dugar fyrir báða.
Sett í skúffu haustið 2000
Myndin af Jóni barnakennara
Dyrabjallan! Ég rýk undan sturtunni og hendist til dyra sveipuð stóru baðhandklæði. Það er amma. “Ég kom nú bara til að óska þér til hamingju elskan” segir hún, kyssir mig á kinnina og réttir lítinn kassa í gjafabréfi. Ég fylgi henni inn í stofu, ennþá með handklæðið vafið utan um mig og vatn lekandi úr hárinu.
Föstudagskvöldið þegar Ingó fór í fýlu
Það er þannig með sumt fólk að það er einfaldlega fyndið. Millý var þannig. Allt sem hún sagði varð einhvernveginn fyndið og ekki nóg með það heldur fannst henni líka allt sem við hin sögðum vera fyndið. Hún hló mikið. Og svo var hún sæt líka. Allt sem hún gerði var annað hvort fyndið, sexý eða sætt. Halda áfram að lesa
Sagan af prinsessunni sem lét neglur sínar vaxa
Einu sinni var prinsessa sem bjó í glæsilegum kastala uppi á háu fjalli. Þetta var ákaflega kvenleg og vel upp alin prinsessa sem talaði ekki nema til þess væri ætlast sérstaklega heldur sat í hásæti sínu, stillt, prúð og undirleit og brosti kurteislega í allar áttir. Halda áfram að lesa