Sátt

Vinur, þegar vorið kveður,
vaka hjartans dularmál,
eins og tónn sem andann gleður
áttu stað í minni sál.

Þótt særð ég hafi í sorgum mínum
sakað þig um lygi og svik.
Finn ég enn í faðmi þínum
fullsælunnar augnablik.