Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Nýja Samfó í gömlum nærbuxum
Samfylkingin er að spá í að bjarga lífi sínu með því að skipta um nafn og merki. Eða a.m.k. eru Magnús Orri Schram og Ágúst Ólafur Ágústsson að spá í það. Ekki bara með því að skipta um nafn og merki reyndar, það þarf líka að bjóða upp á ferskt blóð. Ferska blóðið á víst að sækja til Bjartrar Framsóknar, Viðreisnar og flokka sem fleiri en fimmtíu hræður utan nánasta vinahóps flokksmanna geta hugsað sér að kjósa. Sniðugt trix. Halda áfram að lesa
Læst: Sumarið framundan
Davíð hefði þótt óbærilegt að sjá Ólaf felldan?
Forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni af því að hann vildi ekki að Ólafur sæti lengur. Þetta sagði Davíð sjálfur í viðtali í þættinum „Í bítið“ á Bylgjunni í morgun. Halda áfram að lesa
Fyrsta skiptið
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153582725302963
Afhendingar handa Eynari
Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum frátöldum er Einar er það besta sem hefur hent mig í lífinu. Halda áfram að lesa
Großer Dummkopf
Mig dreymdi að aðstoðarmaður SDG, að nafni Gunni, hringdi í mig (við töluðum í skífusíma með gormasnúru eins og var á öllum heimilum 1975). Erindið var að bjóða mér lögmannsréttindi „undir borðið“ út á það að sækja mál gegn þýska ríkinu, en ríkisrekið dagblað hafði kallað SDG „Großer Dummkopf“.
Það sem stóð meira í mér en spillingin og efasemdirnar um að væri heppilegt að fara út í málflutning án þess að hafa lært neitt í réttarfari, var það að samúð mín var með blaðamanninum. Auk þess fannst mér hallærislegt að tengjast „Großer Dummkopf-málinu“.
Ég sagði Gunna að þetta væri aumingjaleg sneið af spillingunni og hvort hann gæti ekki boðið eitthvað fullorðins. Kveikti svo á upptökubúnaði sem var innbyggður í snúrusímann. Vaknaði í klemmu yfir því að vera eiginlega eins og Stasi en varð samt hrikalega fúl þegar ég áttaði mig á því að það var engin upptaka.