Fyrsta stopp var við Reykjavíkurhöfn. Þaðan fórum við með gamla eikarbátnum Lunda RE 20 í siglingu út fyrir Reykjavík og skoðuðum fuglalífið í eyjunum. Fjölskylda Birgittu rekur þjónustu fyrir ferðamenn, þ.m.t. þennan bát og þau voru svo yndisleg að bjóða okkur í þessa ferð. Myndin er fengin af vefsíðu fyrirtækisins. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Lagt af stað í óvissuferð
Þar sem pabbi þekkir nánast hverja þúfu á þessu landi er kannski fullmikil bjartsýni að tala um „óvissuferð“ innanlands en reyndar tókst okkur að koma honum nokkuð á óvart í upphafi ferðar. Pabbi vissi nefnilega ekki að Hulla kæmi með. Halda áfram að lesa
Ó, pabbi minn
Þetta vefsvæði á norn.is er tileinkað elskulegum föður mínum, Hauki Geirssyni, sem án nokkurs vafa er besti pabbi í heimi. Hann var yndislegur pabbi þegar við vorum litlar, alltaf sanngjarn, alltaf rólegur, yfirvegaður og skapgóður og gaf okkur allan þann tíma, ást og umhyggju sem við þurftum. Halda áfram að lesa
Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.
Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið
Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa
Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni
Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa
Sælgætislegt hryðjuverk
Stöku sinnum hellist yfir mig undarleg nostalgía. Löngun til að skreppa stutta stund aftur til hinna gömlu, góðu daga þegar Prins Póló var pakkað í óloftþéttar umbúðir. Halda áfram að lesa
Aðförin að samningafrelsinu
Þær eru gersamlega óþolandi allar þessar árásir á samningafrelsið.
Einu sinni ríkti fullkomið samningafrelsi á Íslandi. Það voru góðir tímar, sérstaklega fyrir auðvaldið. En svo risu upp efnahagslegir hryðjuverkamenn; svokallaðir verkalýðsleiðtogar sem með aktívisma og annarri lögleysu kúguðu yfirboðara sína til að greiða nógu há laun til þess að gera þeim mögulegt að draga fram lífið. Halda áfram að lesa